Gagnasamningur fyrir 450 milljónir króna Svavar Hávarðsson skrifar 13. júní 2016 07:00 Guðrún Johnsen Fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á hruninu á Íslandi komu í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins. Fréttablaðið/Stefán Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Creditinfo skrifuðu nýverið undir samstarfssamning um aðgengi að öllum gögnum Creditinfo um íslensk hlutafélög, hluthafa og ársreikninga. Áætlað er að verðmæti gagnanna sé um 450 milljónir króna. Gögnin verða notuð í víðtæku rannsóknarstarfi Guðrúnar Johnsen, lektors í fjármálum, en hún leiðir hóp rannsakenda frá Stanford-háskóla, Paris School of Economics (PSE) og University of Maryland við að greina fyrirtækjasamstæður á Íslandi, myndun þeirra, skuldsetningu og eiginfjárfjármögnun. Með samningnum er lagður grunnur að því að efla rannsóknarstarf Háskóla Íslands á íslensku atvinnulífi og tryggja gæði vísindastarfsins. Þetta er að mati Guðrúnar tímamótasamningur enda er söfnun slíkra gagna gríðarlega kostnaðarsöm og algengari í stærri löndum. Með aðgengi að gögnunum muni rannsóknarsamfélagið geta veitt stefnumótandi aðilum í viðskiptalífinu sem og stjórnvöldum, bæði hér á landi og erlendis, innsýn og skilning á virkni fyrirtækja, fjármögnun þeirra, fjárfestingar, vaxtakostnað, skattgreiðslur, arðgreiðslur og eignarhald. „Gögn sem eru af þessum gæðaflokki og jafn ítarleg fyrir hvert fyrirtæki og það yfir tíma, verða ekki gripin upp af götunni og er óhemjudýrt að safna,“ segir Guðrún. Hún bætir við að ekki síst fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á Íslandi um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna í október 2008, og atburði tengda þeim, hafi komið í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins sem komnir eru til vegna uppbyggingar fjölda fyrirtækjasamstæða og flókinna fjármálagerninga. „Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis gerði það kleift að álykta með nokkurri vissu að hægt sé að rekja fjármálaáföll þau, sem dunið hafa á Vesturlöndum það sem af er 21. aldar, til flókinna eignatengsla og skorts á gagnsæi fjármálagerninga. Flækjustigið hefur torveldað eftirlitsaðilum, sem og starfsfólki fjármálageirans, að meta bæði sértæka áhættu og kerfislega áhættu,“ segir Guðrún og bætir við að flókin fyrirtækjatengsl og rekstur skúffufyrirtækja í skattaparadísum bendi einnig til að skattheimta hafi orðið kostnaðarsamari, kallað á auknar skattrannsóknir og hugsanlega leitt til aukinna undanskota frá skatti og til ójafnaðar. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar benda til að fjármagnseigendur standi fyrir uppbyggingu á fyrirtækjasamstæðum af því tagi sem veikir viðnámsþrótt efnahagskerfa, meðal annars til að draga úr þörf á að leggja fram eigið fé í fjárfestingar sínar sem og að lágmarka skattgreiðslur. Guðrún bætir við að til þess að hægt sé að leggja fram sannfærandi tillögur um breytingar á reglugerðarumhverfi og skattaumhverfi sé nauðsynlegt að kafa ofan í þau flóknu eignatengsl sem voru byggð upp.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á hruninu á Íslandi komu í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins. Fréttablaðið/Stefán Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Creditinfo skrifuðu nýverið undir samstarfssamning um aðgengi að öllum gögnum Creditinfo um íslensk hlutafélög, hluthafa og ársreikninga. Áætlað er að verðmæti gagnanna sé um 450 milljónir króna. Gögnin verða notuð í víðtæku rannsóknarstarfi Guðrúnar Johnsen, lektors í fjármálum, en hún leiðir hóp rannsakenda frá Stanford-háskóla, Paris School of Economics (PSE) og University of Maryland við að greina fyrirtækjasamstæður á Íslandi, myndun þeirra, skuldsetningu og eiginfjárfjármögnun. Með samningnum er lagður grunnur að því að efla rannsóknarstarf Háskóla Íslands á íslensku atvinnulífi og tryggja gæði vísindastarfsins. Þetta er að mati Guðrúnar tímamótasamningur enda er söfnun slíkra gagna gríðarlega kostnaðarsöm og algengari í stærri löndum. Með aðgengi að gögnunum muni rannsóknarsamfélagið geta veitt stefnumótandi aðilum í viðskiptalífinu sem og stjórnvöldum, bæði hér á landi og erlendis, innsýn og skilning á virkni fyrirtækja, fjármögnun þeirra, fjárfestingar, vaxtakostnað, skattgreiðslur, arðgreiðslur og eignarhald. „Gögn sem eru af þessum gæðaflokki og jafn ítarleg fyrir hvert fyrirtæki og það yfir tíma, verða ekki gripin upp af götunni og er óhemjudýrt að safna,“ segir Guðrún. Hún bætir við að ekki síst fyrir tilstuðlan opinberra rannsókna á Íslandi um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna í október 2008, og atburði tengda þeim, hafi komið í ljós veikleikar íslenska fjármálakerfisins sem komnir eru til vegna uppbyggingar fjölda fyrirtækjasamstæða og flókinna fjármálagerninga. „Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis gerði það kleift að álykta með nokkurri vissu að hægt sé að rekja fjármálaáföll þau, sem dunið hafa á Vesturlöndum það sem af er 21. aldar, til flókinna eignatengsla og skorts á gagnsæi fjármálagerninga. Flækjustigið hefur torveldað eftirlitsaðilum, sem og starfsfólki fjármálageirans, að meta bæði sértæka áhættu og kerfislega áhættu,“ segir Guðrún og bætir við að flókin fyrirtækjatengsl og rekstur skúffufyrirtækja í skattaparadísum bendi einnig til að skattheimta hafi orðið kostnaðarsamari, kallað á auknar skattrannsóknir og hugsanlega leitt til aukinna undanskota frá skatti og til ójafnaðar. Niðurstöður rannsóknarnefndarinnar benda til að fjármagnseigendur standi fyrir uppbyggingu á fyrirtækjasamstæðum af því tagi sem veikir viðnámsþrótt efnahagskerfa, meðal annars til að draga úr þörf á að leggja fram eigið fé í fjárfestingar sínar sem og að lágmarka skattgreiðslur. Guðrún bætir við að til þess að hægt sé að leggja fram sannfærandi tillögur um breytingar á reglugerðarumhverfi og skattaumhverfi sé nauðsynlegt að kafa ofan í þau flóknu eignatengsl sem voru byggð upp.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu 13. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira