Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2016 20:00 Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. Þar með eru báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Rannsóknarskipið birtist við Gróttu í morgun en til Íslands er það að koma úr níu mánaða leiðangri í Mexíkó-flóa. Skipið heitir Harrier Explorer og er í eigu norska félagsins Seabird Exploration. Skipið lagðist ekki að bryggju heldur kom að sjöbaujunni utan við Engey og fór lóðsbátur til móts við það til að setja tollverði um borð. Einnig þurfti að koma varahlutum í skipið sem og norskum sérfræðingi en hann mun hafa eftirlit með því að bergmálsmælingarnar séu gerðar í samræmi við óskir kaupenda. Við hoppuðum einnig um borð og hittum leiðangursstjórann, Graham Boniwell. „Á skipinu eru tvær áhafnir. Það er tækniáhöfnin sem er vísinda- og könnunarhópurinn, og svo er það áhöfnin sem stjórnar skipinu fyrir okkur. Svo það eru tvær áhafnir um borð, um það bil 30 manns,” sagði leiðangursstjórinn í viðtali við Stöð 2. Þetta er annað rannsóknarskipið á átta mánuðum sem heldur á Drekasvæðið. Síðastliðið haust stóð sérleyfishópur undir forystu kínverska félagsins CNOOC fyrir fjögurra vikna leiðangri þangað. Harrier Explorer er ætlað að afla gagna fyrir hinn sérleyfishópinn, sem er undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og þar með eru báðir hóparnir komnir af stað í olíuleitina. Leiðangursstjórinn Graham Boniwell var spurður í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann mæti líkurnar á því að olía fyndist á Drekasvæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að Ísland verði olíuframleiðsluríki er eflaust fjarlæg hugsun hjá mörgum. Skip sem þetta er hins vegar ótvíræð vísbending um að þetta er raunverulegur möguleiki, sem er að færast nær. Þeir sem hætta mörghundruð milljónum króna af peningunum sínum í leiðangra á Drekasvæðið gera slíkt varla nema þeir telji vinningslíkurnar verulegar. En hvernig metur leiðangursstjórinn á Harrier Explorer líkurnar á olíufundi á Drekasvæðinu? „Það er alltaf möguleiki en við erum bara fyrsti könnunarhópurinn. Við skráum bara gögnin, sendum þau í land og svo segja þeir sem túlka þau okkur hver árangurinn var. Svo það má segja að við tökum myndirnar, sendum þær í land til sérfræðinganna og þeir geta sagt okkur hvort þetta heppnaðist eða ekki,” svaraði Graham Boniwell. Áætlað er að leiðangurinn taki alls tvær til þrjár vikur. Frá Drekasvæðinu heldur skipið til Stafangurs í Noregi til verkefna í Norðursjó. Orkustofnun gaf út leyfi fyrir rannsókn Seabird Exploration þann 20. maí síðastliðinn. Leyfið má sjá hér. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Harrier Explorer rannsakar svæðið nyrst, sem nær að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Ithaca á 56% hlut í leyfinu. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. Þar með eru báðir sérleyfishóparnir komnir af stað í olíuleitina. Rannsóknarskipið birtist við Gróttu í morgun en til Íslands er það að koma úr níu mánaða leiðangri í Mexíkó-flóa. Skipið heitir Harrier Explorer og er í eigu norska félagsins Seabird Exploration. Skipið lagðist ekki að bryggju heldur kom að sjöbaujunni utan við Engey og fór lóðsbátur til móts við það til að setja tollverði um borð. Einnig þurfti að koma varahlutum í skipið sem og norskum sérfræðingi en hann mun hafa eftirlit með því að bergmálsmælingarnar séu gerðar í samræmi við óskir kaupenda. Við hoppuðum einnig um borð og hittum leiðangursstjórann, Graham Boniwell. „Á skipinu eru tvær áhafnir. Það er tækniáhöfnin sem er vísinda- og könnunarhópurinn, og svo er það áhöfnin sem stjórnar skipinu fyrir okkur. Svo það eru tvær áhafnir um borð, um það bil 30 manns,” sagði leiðangursstjórinn í viðtali við Stöð 2. Þetta er annað rannsóknarskipið á átta mánuðum sem heldur á Drekasvæðið. Síðastliðið haust stóð sérleyfishópur undir forystu kínverska félagsins CNOOC fyrir fjögurra vikna leiðangri þangað. Harrier Explorer er ætlað að afla gagna fyrir hinn sérleyfishópinn, sem er undir forystu kanadíska félagsins Ithaca og þar með eru báðir hóparnir komnir af stað í olíuleitina. Leiðangursstjórinn Graham Boniwell var spurður í fréttum Stöðvar 2 hvernig hann mæti líkurnar á því að olía fyndist á Drekasvæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að Ísland verði olíuframleiðsluríki er eflaust fjarlæg hugsun hjá mörgum. Skip sem þetta er hins vegar ótvíræð vísbending um að þetta er raunverulegur möguleiki, sem er að færast nær. Þeir sem hætta mörghundruð milljónum króna af peningunum sínum í leiðangra á Drekasvæðið gera slíkt varla nema þeir telji vinningslíkurnar verulegar. En hvernig metur leiðangursstjórinn á Harrier Explorer líkurnar á olíufundi á Drekasvæðinu? „Það er alltaf möguleiki en við erum bara fyrsti könnunarhópurinn. Við skráum bara gögnin, sendum þau í land og svo segja þeir sem túlka þau okkur hver árangurinn var. Svo það má segja að við tökum myndirnar, sendum þær í land til sérfræðinganna og þeir geta sagt okkur hvort þetta heppnaðist eða ekki,” svaraði Graham Boniwell. Áætlað er að leiðangurinn taki alls tvær til þrjár vikur. Frá Drekasvæðinu heldur skipið til Stafangurs í Noregi til verkefna í Norðursjó. Orkustofnun gaf út leyfi fyrir rannsókn Seabird Exploration þann 20. maí síðastliðinn. Leyfið má sjá hér. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Harrier Explorer rannsakar svæðið nyrst, sem nær að lögsögumörkunum við Jan Mayen. Ithaca á 56% hlut í leyfinu.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00
Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC áformar að hefja boranir eftir fjögur ár. 25. apríl 2016 18:45
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45