Tvær vikur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar 10. júní 2016 12:47 Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er ekkert grín að kjósa forseta þó svo að fjölmargir Íslendingar hafi látið hafa það eftir sér að þessi kosningabarátta sé ekkert annað en einn stór brandari. Forseti Íslands er fulltrúi landsins út á við og getur haft mikil áhrif á samfélagið hvort sem það sé með því að neita að skrifa undir lög, flytja ræður á ráðstefnum eða bjóða kóngafólki í vöfflukaffi á Bessastöðum. Í dag markar tvær vikur í kjördag. Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hefur veriðí gangi í þó nokkurn tíma, fólk er farið að mynda sér skoðun og byrjað að ákveða hvaða frambjóðandi hlýtur þeirra atkvæði. Eftir margar vikur í óvissu hef ég tekið ákvörðun. Ég kýs Höllu Tómasdóttur sem minn forseta næstu fjögur árin. Hér koma mín rök. Byrjum á af hverju ég ætla ekki að kjósa aðra frambjóðendur: Af hverju ekki Guðna? Ég ætla að vera sú óvinsæla við matarborðið og segja það hreint og beint út að mér þykir hann ekki frambærilegasti kosturinn til þess að gegna embættinu. Fínn kall, eflaust en eins og ég segi ekki sá sem ég myndi setja í 1. sæti. Guðni er vinsæll maður og þekktur kennari en mér þykir hann vera of pólitískur í tali sínu um stök málefni. Forseti á að vera hlutlaus gagnvart þjóðinni sinni innávið en það er Guðni ekki. Af hverju ekki Davíð? Sem ritstjóri Morgunblaðsins og forsetaframbjóðandi ákvað Davíð að skrifa fjölmarga hlutdræga pistla um mótframboð sitt í blaðið og fáþví dreift inn áöll heimili landsins, þeim að kostnaðarlausu. Ég vil ekki forseta sem nýtir sér aðstöðu sína sem ritstjóri eins stærsta fjölmiðils landsins til að koma mótframboði sínu í vesen. Það er ljótur leikur sem hæfir ekki forseta. Af hverju ekki Andra ? Helsta ástæðan fyrir því að ég kýs ekki Andra er vegna þess aðég trúi því að hann eigi heima á Alþingi þar sem hann getur tekið róttæka afstöðu og komið öllum sínum hugmyndum í verk með lagabreytingum. Mér þykja kraftar hans ekki koma að gagni sem forseti sem þarf að hafa hemil á sér. Ég trúi því að hann geti breytt heiminum sem þingmaður. Ég ætla mér ekki að telja upp fleiri frambjóðendur þar sem ég hef hreinlega ekki verið sammála því sem þeir hafa sagt í kappræðum. Af hverju kýs ég Höllu?Hún hefur verið frambærilegasti frambjóðandinn í öllum þeim kappræðum, viðtölum og spjöllum sem hún hefur tekið þátt í.Hún er harðkjarna töffari á alla veguHún klár frumkvöðull sem hefur reynslu sem mér ber að líta upp tilHún hefur ferðast um allan heim, búiðíöðrum löndum, talar fjölmörg tungumál og er vel liðin utan landsteinana.Hún er sáttasemjari í eðli sínu og fær fólk til að slaka á í kringum sig. Það gleður mig að fylgi Höllu hafi margfaldast seinustu vikur. Það gleður mig að það sé farið að ræða hana sem alvöru möguleika í embættið. Mér finnst Halla Tómasdóttir frambjóðandi sem vert er fyrir alla að kynna sér, sama hvar þeir standa í stjórnmálum og öðrum skoðunum. Kosningarétturinn er mikilvægur og þeir sem hafa réttinn til að kjósa ber að nýta hann samkvæmt eigin sannfæringu, til þess að hann þjóni sínum tilgangi. Lýðræði virkar ekki þannig að fólk kýs þann sem það vill í 2. sæti vegna þess að það vill hægja áþeim sem lítur best út fyrir kosningar. Eins og vitur maður skrifaði einu sinni: „Frekar þann versta en þann næstbesta.“ Þegar allt kemur til alls gildir hvert atkvæði jafnt.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun