Fótbolti

Ísland sjöunda besta liðið á EM samkvæmt Guardian

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland er komið upp í 7. sætið á styrkleikalista the Guardian yfir liðin 24 á EM 2016.

Íslenska liðið stekkur upp um sex sæti á styrkleikalistanum eftir sigurinn á Englandi á mánudaginn.

Ekkert lið hækkar sig um jafn mörg sæti á styrkleikalista the Guardian eftir 16-liða úrslitin og Ísland.

Belgar koma næstir en þeir fara upp um fjögur sæti eftir 4-0 sigurinn á Ungverjalandi í Toulouse. Þjóðverjar taka efsta sætið af Króötum sem falla niður um átta sæti og niður í það níunda.

Ítalir eru í 2. sæti, Belgar í því þriðja, Frakkar í því fjórða og Walesverjar eru komnir upp í 5. sætið eftir sigurinn á N-Írlandi.

Evrópumeistarar Spánverja, sem voru í efsta sætinu eftir 2. umferð í riðlakeppninni, eru dottnir niður í 11. sæti og Englendingar í það fjórtánda eftir tapið fyrir Íslandi.

Íslenska liðið var í 16. sæti á fyrsta styrkleikalistanum sem the Guardian birti, 13. sæti á öðrum og þriðja og er nú komið upp í 7. sætið eins og áður sagði.

Styrkleikalista the Guardian má sjá með því að smella hér.


Tengdar fréttir

EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice

Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði.

Heimir: Við viljum enda eins og Leicester

Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM

Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta.

Hannes: Ég er stoltur Halldórsson

Hún var eftirminnileg stundin þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, fór og faðmaði föður sinn í stúkunni á Allianz Riviera leikvanginum í Nice eftir á Íslandi hafði unnið England í sextán liða úrslitunum á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×