„Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2016 20:30 Eftir frækinn sigur Íslendinga á Englendingum á Evrópumótinu í Frakklandi breyttust plön Tinu Müller, íþróttafréttakonu hjá danska ríkisútvarpinu. Nú fylgir hún íslenska liðinu og er mætt til fjallabæjarins Annecy þar sem sífellt fjölgar fulltrúum erlendra fjölmiðla. Hún er fulltrúi Dana í fjölskrúðugum hópi fréttamanna. „Ísland er orðið mjög vinsælt í Danmörku, það er eins og allir styðji Ísland núna fyrst að Danmörk komst ekki áfram. Eftir að Ísland gerði það svo gott, komst upp úr riðlinum með sigrinum á Austurríki, hefur hæpið bara aukist,“ segir Tina. „Með sigrinum á Englandi er hæpið orðið stórt. Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku.“Rosalegasta upplifun á fótboltaleikTina var á leiknum gegn Englandi í Nice og ber íslenskum stuðningsmönnum vel söguna„Það var rosalegasta upplifun sem ég hef átt á fótboltaleikvangi, það var rosalegt. Þegar Rooney skoraði hugsaði maður að nú yrði jafnvel valtað yfir Ísland,“ segir Tina. Það breyttist aldeilis. Hún hélt niður í íslenska áhorfendaskarann og var í beinni útsendingu á DR heima í Danmörku.„Ég fékk nóg af knúsum og kossum á kinnina,“ segir Tina og hrósar íslenskum stuðningsmönnum sem séu hlýir og yndislegir. Þá útskýrir hún að stuðningssöngur Íslands, sem borist hefur til Tólfunnar með viðkomu meðal annars í Garðabænum og Skotlandi, hafi slegið í gegn í Danmörku.Aðspurð segir Tina marga Dani sjá svip með Íslandi 2016 og Danmörku 1992, þegar Danir fóru óvænt alla leið.Mikil trú á Íslandi í Danmörku„Maður er með svipaða tilfinningu. Þegar Ísland komst á EM var ekki nokkur í Danmörku sem trúði á Ísland. En nú finnur maður fyrir þessari tilfinningu að Ísland geti gert það sama. Trúin á Íslandi er rosalega mikil í Danmörku.“Tina átti upphaflega að fara á leik Portúgals og Póllands en yfirmennirnir ákváðu að kraftar hennar væru betur nýttir í Annecy, að fylgjast með íslenska landsliðinu. Allt snúist um Ísland í íþróttafréttatímanum í Danmörku þessa dagana. Hún vonast til þess að fá að fylgja Íslandi eftir alla leið í úrslitaleikinn.„Hver leikur sem íslenska landsliðið spilar er söguleikur. Ég krosslegg fingur að Ísland fari alla leið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá sigri Dana á Þjóðverjum í úrslitaleik EM 1992 í Svíþjóð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Eftir frækinn sigur Íslendinga á Englendingum á Evrópumótinu í Frakklandi breyttust plön Tinu Müller, íþróttafréttakonu hjá danska ríkisútvarpinu. Nú fylgir hún íslenska liðinu og er mætt til fjallabæjarins Annecy þar sem sífellt fjölgar fulltrúum erlendra fjölmiðla. Hún er fulltrúi Dana í fjölskrúðugum hópi fréttamanna. „Ísland er orðið mjög vinsælt í Danmörku, það er eins og allir styðji Ísland núna fyrst að Danmörk komst ekki áfram. Eftir að Ísland gerði það svo gott, komst upp úr riðlinum með sigrinum á Austurríki, hefur hæpið bara aukist,“ segir Tina. „Með sigrinum á Englandi er hæpið orðið stórt. Íslenska liðið hefur unnið hjörtu allra í Danmörku.“Rosalegasta upplifun á fótboltaleikTina var á leiknum gegn Englandi í Nice og ber íslenskum stuðningsmönnum vel söguna„Það var rosalegasta upplifun sem ég hef átt á fótboltaleikvangi, það var rosalegt. Þegar Rooney skoraði hugsaði maður að nú yrði jafnvel valtað yfir Ísland,“ segir Tina. Það breyttist aldeilis. Hún hélt niður í íslenska áhorfendaskarann og var í beinni útsendingu á DR heima í Danmörku.„Ég fékk nóg af knúsum og kossum á kinnina,“ segir Tina og hrósar íslenskum stuðningsmönnum sem séu hlýir og yndislegir. Þá útskýrir hún að stuðningssöngur Íslands, sem borist hefur til Tólfunnar með viðkomu meðal annars í Garðabænum og Skotlandi, hafi slegið í gegn í Danmörku.Aðspurð segir Tina marga Dani sjá svip með Íslandi 2016 og Danmörku 1992, þegar Danir fóru óvænt alla leið.Mikil trú á Íslandi í Danmörku„Maður er með svipaða tilfinningu. Þegar Ísland komst á EM var ekki nokkur í Danmörku sem trúði á Ísland. En nú finnur maður fyrir þessari tilfinningu að Ísland geti gert það sama. Trúin á Íslandi er rosalega mikil í Danmörku.“Tina átti upphaflega að fara á leik Portúgals og Póllands en yfirmennirnir ákváðu að kraftar hennar væru betur nýttir í Annecy, að fylgjast með íslenska landsliðinu. Allt snúist um Ísland í íþróttafréttatímanum í Danmörku þessa dagana. Hún vonast til þess að fá að fylgja Íslandi eftir alla leið í úrslitaleikinn.„Hver leikur sem íslenska landsliðið spilar er söguleikur. Ég krosslegg fingur að Ísland fari alla leið.“Að neðan má sjá svipmyndir frá sigri Dana á Þjóðverjum í úrslitaleik EM 1992 í Svíþjóð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30 Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15 Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur Sjá meira
Heimir: Veltum því ekki fyrir okkur hvað skrifað er í fjölmiðlum Heimir Hallgrímsson segir að velgengni Íslands á EM muni hafa áhrif á íslenska knattspyrnu í heild sinni. 29. júní 2016 19:30
Mamma Jóa Berg: Tilvonandi tengdasonur fékk ekkert að borða útaf leiknum í Bern Jóhann Berg Guðmundsson steig sín fyrstu skref í fótbolta í appelsínugulum búningi Fylkis. 29. júní 2016 12:15
Lars: Ekkert internet og bara nokkrir farsímar Sænsku leikmennirnir á HM 1994 voru ekki jafn meðvitaðir um fárið heima fyrir og strákarnir okkar á EM 2016. 29. júní 2016 19:15