Stóraukinn áhugi fjölmiðla á strákunum okkar eftir sigurinn á Englandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2016 10:30 Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu í fótbolta og afreki þess að komast á Evrópumótið hefur verið mikill í marga mánuði og ekki minnkaði hann eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í riðlakeppni EM í Frakklandi. Nú hefur aftur á móti orðið sprengja í áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu eftir sigurinn á Englandi sem er einn sá óvæntasti í sögu Evrópumótsins. Ísland er komið í átta liða úrslit á EM eftir sigur á Englandi í Nice á mánudagskvöldið. Fundarsalurinn á Novotel í Annecy þar sem íslenska landsliðið heldur blaðamannafundi sína hefur aldrei verið jafn þéttsetinn og í dag þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Franskir fjölmiðlamenn fjölmenntu að sjálfsögðu enda mæta strákarnir gestgjöfum Frakklands næst á Stade de France í París. Norðurlöndin eru búin að senda fleiri fjölmiðlamenn en nú var danska ríkissjónvarpið mætt, enn fleiri Svíar og Norðmaður. Spænskur blaðamaður frá Marca, einu stærsta íþróttablaði heims, var einnig mættur á fundinn í dag og þá voru fulltrúar fjölmiðla frá Þýskalandi og Englandi á staðnum. Á morgun má búast við enn fleiri fjölmiðlamönnum á æfingu landsliðsins þar sem nokkrir leikmenn verða til viðtals. Eins og sjá má á mynd Vilhelms Gunnarssonar var þröngt um alla á Novotel í dag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið. 29. júní 2016 12:00 Leikmenn skammaðir fyrir að mæta of seint í kvöldmat Lars Lagerbäck segir að eitt það besta sem hægt er að gera er að efast um að hugarfar leikmanna sé rétt. Þjálfararnir minntu á sig í gær. 29. júní 2016 10:04 Lars ætlar ekki að taka við enska landsliðinu Lars Lagerbäck ætlar að starfa áfram við fótbolta en mun ekki bjarga Englendingum þó krafta hans verið óskað. 29. júní 2016 09:35 Heimir varar Ólympíumeistara við að synda í kringum Ísland ef Frakkland tapar Franskur sundkappi er heldur betur búinn að lofa upp í ermina á sér. 29. júní 2016 09:48 Leikurinn á móti Íslandi var síðasti landsleikurinn á ferlinum Christian Fuchs, varnarmaður ensku meistaranna í Leicester City og fyrirliði austurríska landsliðsins, segist vera hættur í landsliðinu eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Frakklandi. 29. júní 2016 12:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðla á íslenska landsliðinu í fótbolta og afreki þess að komast á Evrópumótið hefur verið mikill í marga mánuði og ekki minnkaði hann eftir frækna frammistöðu strákanna okkar í riðlakeppni EM í Frakklandi. Nú hefur aftur á móti orðið sprengja í áhuga fjölmiðla á íslenska liðinu eftir sigurinn á Englandi sem er einn sá óvæntasti í sögu Evrópumótsins. Ísland er komið í átta liða úrslit á EM eftir sigur á Englandi í Nice á mánudagskvöldið. Fundarsalurinn á Novotel í Annecy þar sem íslenska landsliðið heldur blaðamannafundi sína hefur aldrei verið jafn þéttsetinn og í dag þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson sátu fyrir svörum. Franskir fjölmiðlamenn fjölmenntu að sjálfsögðu enda mæta strákarnir gestgjöfum Frakklands næst á Stade de France í París. Norðurlöndin eru búin að senda fleiri fjölmiðlamenn en nú var danska ríkissjónvarpið mætt, enn fleiri Svíar og Norðmaður. Spænskur blaðamaður frá Marca, einu stærsta íþróttablaði heims, var einnig mættur á fundinn í dag og þá voru fulltrúar fjölmiðla frá Þýskalandi og Englandi á staðnum. Á morgun má búast við enn fleiri fjölmiðlamönnum á æfingu landsliðsins þar sem nokkrir leikmenn verða til viðtals. Eins og sjá má á mynd Vilhelms Gunnarssonar var þröngt um alla á Novotel í dag.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40 Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið. 29. júní 2016 12:00 Leikmenn skammaðir fyrir að mæta of seint í kvöldmat Lars Lagerbäck segir að eitt það besta sem hægt er að gera er að efast um að hugarfar leikmanna sé rétt. Þjálfararnir minntu á sig í gær. 29. júní 2016 10:04 Lars ætlar ekki að taka við enska landsliðinu Lars Lagerbäck ætlar að starfa áfram við fótbolta en mun ekki bjarga Englendingum þó krafta hans verið óskað. 29. júní 2016 09:35 Heimir varar Ólympíumeistara við að synda í kringum Ísland ef Frakkland tapar Franskur sundkappi er heldur betur búinn að lofa upp í ermina á sér. 29. júní 2016 09:48 Leikurinn á móti Íslandi var síðasti landsleikurinn á ferlinum Christian Fuchs, varnarmaður ensku meistaranna í Leicester City og fyrirliði austurríska landsliðsins, segist vera hættur í landsliðinu eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Frakklandi. 29. júní 2016 12:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Heimir: Við viljum enda eins og Leicester Heimir Hallgrímsson segir að hann vilji að EM-ævintýri íslenska landsliðsins fái sama farsæla endi og saga Leicester í ensku úrvalsdeildinni í vetur. 29. júní 2016 09:40
Rooney vill sjá enskan landsliðsþjálfara Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, vill helst sjá heimamann taka við landsliðinu af Roy Hodgson sem sagði af sér eftir tapið fyrir Íslandi á mánudagskvöldið. 29. júní 2016 12:00
Leikmenn skammaðir fyrir að mæta of seint í kvöldmat Lars Lagerbäck segir að eitt það besta sem hægt er að gera er að efast um að hugarfar leikmanna sé rétt. Þjálfararnir minntu á sig í gær. 29. júní 2016 10:04
Lars ætlar ekki að taka við enska landsliðinu Lars Lagerbäck ætlar að starfa áfram við fótbolta en mun ekki bjarga Englendingum þó krafta hans verið óskað. 29. júní 2016 09:35
Heimir varar Ólympíumeistara við að synda í kringum Ísland ef Frakkland tapar Franskur sundkappi er heldur betur búinn að lofa upp í ermina á sér. 29. júní 2016 09:48
Leikurinn á móti Íslandi var síðasti landsleikurinn á ferlinum Christian Fuchs, varnarmaður ensku meistaranna í Leicester City og fyrirliði austurríska landsliðsins, segist vera hættur í landsliðinu eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Frakklandi. 29. júní 2016 12:45