Fótbolti

Heimir: Við viljum enda eins og Leicester

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty/Vilhelm
Ófáir hafa borið íslenska landsliðið saman við Leicester á meðan Evrópumótinu í Frakklandi hefur staðið. Sérstaklega í enskum fjölmiðlum, enda íbúa fjöldi Leicester svipaður og íbúafjöldi Íslands.

Þessi samanburður var enn og aftur borinn upp á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í morgun.

„Auðvitað vil ég að okkar saga fái sama endi og Leicester,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum í morgun. „Þeir spiluðu inn á sína styrkleika og við erum að reyna að gera það sama.“

„Það virðist líka vera svo að það sé sami liðsandi í báðum liðum. Það vilja allir vinna hver fyrir aðra. Það er eina leiðin fyrir lið sem eru með minni einstaklingsgæði en keppinauturinn.“

Hann segir að í franska liðinu, sem verður næsti andstæðingur Íslands, séu til dæmis betri einstaklingar sem sést best á því að flestir þeirra spila reglulega í Meistaradeild Evrópu reglulega.

„Það eru ekki margir frá Íslandi sem spila í Meistaradeildinni. Frakkar eru með betri einstaklinga og við þurfum að bæta upp fyrir það með öðrum leiðum.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×