Fótbolti

Heimir: Enginn af þeim sem spiluðu Englandsleikinn þarf að kaupa bjór á barnum á Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar og félagar munu ekki þurfa að borga fyrir bjórinn á barnum heima á Íslandi eftir sigurinn á Englandi, að sögn Heimis Hallgrímssonar.
Aron Einar og félagar munu ekki þurfa að borga fyrir bjórinn á barnum heima á Íslandi eftir sigurinn á Englandi, að sögn Heimis Hallgrímssonar. Vísir/Vilhelm
Evrópumótið í knattspyrnu gengishækkar íslenskan fótbolta, ekki bara íslenska landsliðsmenn heldur alla leikmenn, þjálfara og félögin. Þetta kom fram í máli Heimis Hallgrímssonar á blaðamannafundi með landsliðinu í morgun í Annecy. Þar var hann spurður út í ummæli sín um að sigur á Englandi myndi breyta lífi íslenskra landsliðsmanna, starfsliðsins og fótbolta.

„Athyglin hefur breyst,“ sagði Heimir. „Þessi keppni gengishækkar íslenskan fótbolta, ekki bara okkar leikmenn hér heldur alla íslenska knattspyrnumenn. Þetta á að vera hagur fyrir félögin heima og alla þjálfara.“

Orð Heimis á blaðamannafundinum fyrir Englandsleikinn voru á þann veg að menn þyrftu að grípa tækifærin þegar þau kæmu. Sannarlega má segja að strákarnir okkar hafi tekið Eyjamanninn, sem jú er tannlæknir eins og erlendir fjölmiðlamenn tönnlast á, á orðinu.

„Að vinna England verður alltaf í huga fólks. Þeir sem spiluðu þann leik verða hetjur í huga fólks það sem eftir er. Þegar þessir leikmenn koma til Íslands þurfa þeir ekki að kaupa bjór á barnum.“

Heimir minntist á að miklu meira væri ætlast til af landsliðinu nú en áður og landsliðið þyrfti að bregðast við því.

„Við verðum að hækka standardinn.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).



 


Tengdar fréttir

EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice

Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×