Fótbolti

Lars: Svipað ástand á Íslandi og 1994 í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að vel megi líkja velgengni karlalandsliðsins í knattspyrnu við árangur Svía á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Þá komu þeir sænsku öllum að óvörum og lönduðu bronsverðlaunum eftir frábæra framgöngu.

Lars var hluti af þjálfarateymi Svía þá og sá um að ferðast um Bandaríkin og fylgjast með andstæðingum, leikgreina þá svipað og Freyr Alexandersson, Arnar Bill Gunnarsson, Helgi Kolviðsson og Roland Andersson gera nú fyrir íslenska liðið.

Lars sagði að upplýsingarnar sem sænska landsliðið hafði í Bandaríkjunum á sínum tíma hefðu verið mjög takmarkaðar, ekkert internet og líklega ekki meira en einn til tveir farsímar.

„Eftir á að hyggja er sannarlega hægt að bera þetta saman, hvað gekk á í Svíþjóð og nú á Íslandi,“ sagði Lars og á við áhuga fólksins heima. Andinn væri svipaður nú og þá.

Að neðan má sjá lagið „När vi gräver guld i USA“ sem tekið var upp fyrir HM 1994.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).


 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×