Fótbolti

EM í dag: Lars er maðurinn fyrir England og hvíldardagur í Annecy

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir okkar í landsliði Íslands í knattspyrnu eiga slökunardag fyrir höndum í alpabænum Annecy í dag. Okkar menn æfðu í gær, daginn eftir leik, og hafa þrjá daga til viðbótar til að ná sér fyrir stórleikinn gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM á sunnudag.

Björn G. Sigurðsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason eru mættir á Novotel í miðbæ Annecy þar sem Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck sátu fyrir svörum á fundi með blaðamönnum.

Til umræðu í EM í dag  voru stuðningsmenn Íslands, næsti landsliðsþjálfari Englands og athygli heimsbyggðarinnar á strákunum okkar.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
 


Tengdar fréttir

EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice

Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði.

Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM

Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×