Leikmenn Wales sjá ekki eftir því að hafa fagnað sigri Íslands: „Allir halda með Íslandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. júní 2016 15:30 Á eftir Íslendingum og kannski Færeyingum má segja að leikmenn Wales hafi fagnað sigri strákanna okkar gegn Englandi í Nice á mánudagskvöldið hvað mest. Leikmenn Wales horfðu saman á leikinn og algjörlega biluðust þegar flautað var til leiksloka en myndband af fögnuði Walesverja hefur farið eins og sinueldur um internetið og gert marga reiða, sérstaklega á Englandi. Wales er eins og Ísland komið í átta liða úrslitin og er nú eina breska þjóðin sem eftir er á Evrópumótinu en England, Írland og Norður-Írland voru öll send heim í 16 liða úrslitunum. Sjáðu fögnuð Walesverja: Wales squad celebrating when England lost to Iceland #ENG#WAL#ENGISL#Euros2016pic.twitter.com/tim9NeQBpx — scarface (@D10_LFC) June 27, 2016 Velsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir um ýmsum áttum fyrir fögnuðinn en þeim er nákvæmlega sama. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði hægri bakvörðurinn Chris Gunter á blaðamannafundi í gær. „Þetta lítur kannski út fyrir að vera aðeins of mikið en það var aldrei meiningin. Við erum bara svo stoltir að vera síðasta breska þjóðin sem eftir er í mótinu. Við vorum afskrifaðir áður en bolta var sparkað á þessu móti rétt eins og Ísland þannig eðlilega fögnum við sigri þeirra.“ „Ísland er í svipaðri stöðu og við. Þetta er minni þjóð sem gengur vel. Eins og við komst Ísland á Evrópumótið þrátt fyrir að vera í virkilega erfiðum undanriðli. Þeir laumuðu sér ekkert inn. Ísland er búið að standa sig mjög vel og það er frábært fyrir fótboltann,“ sagði Chris Gunter. Neil Taylor, félagi Gunter í vörn Wales, tók undir þetta: „Ísland er búið að vera ótrúlegt á þessu móti en þess vegna fögnuðum við svona mikið. Það halda allir með Íslandi. Það átti enginn að sjá okkur fagna en ég skil hvernig þetta lítur út. Við vorum bara að standa með annarri smáþjóð,“ sagði Neil Taylor. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Á eftir Íslendingum og kannski Færeyingum má segja að leikmenn Wales hafi fagnað sigri strákanna okkar gegn Englandi í Nice á mánudagskvöldið hvað mest. Leikmenn Wales horfðu saman á leikinn og algjörlega biluðust þegar flautað var til leiksloka en myndband af fögnuði Walesverja hefur farið eins og sinueldur um internetið og gert marga reiða, sérstaklega á Englandi. Wales er eins og Ísland komið í átta liða úrslitin og er nú eina breska þjóðin sem eftir er á Evrópumótinu en England, Írland og Norður-Írland voru öll send heim í 16 liða úrslitunum. Sjáðu fögnuð Walesverja: Wales squad celebrating when England lost to Iceland #ENG#WAL#ENGISL#Euros2016pic.twitter.com/tim9NeQBpx — scarface (@D10_LFC) June 27, 2016 Velsku leikmennirnir hafa verið harðlega gagnrýndir um ýmsum áttum fyrir fögnuðinn en þeim er nákvæmlega sama. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði hægri bakvörðurinn Chris Gunter á blaðamannafundi í gær. „Þetta lítur kannski út fyrir að vera aðeins of mikið en það var aldrei meiningin. Við erum bara svo stoltir að vera síðasta breska þjóðin sem eftir er í mótinu. Við vorum afskrifaðir áður en bolta var sparkað á þessu móti rétt eins og Ísland þannig eðlilega fögnum við sigri þeirra.“ „Ísland er í svipaðri stöðu og við. Þetta er minni þjóð sem gengur vel. Eins og við komst Ísland á Evrópumótið þrátt fyrir að vera í virkilega erfiðum undanriðli. Þeir laumuðu sér ekkert inn. Ísland er búið að standa sig mjög vel og það er frábært fyrir fótboltann,“ sagði Chris Gunter. Neil Taylor, félagi Gunter í vörn Wales, tók undir þetta: „Ísland er búið að vera ótrúlegt á þessu móti en þess vegna fögnuðum við svona mikið. Það halda allir með Íslandi. Það átti enginn að sjá okkur fagna en ég skil hvernig þetta lítur út. Við vorum bara að standa með annarri smáþjóð,“ sagði Neil Taylor.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00 Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00 Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
EM-dagbók: Ekkert vandræðalegt við tapið í Nice Síðan flautað var til leiksloka á Stade de Nice í fyrrakvöld og frækinn sigur strákanna okkar á Englendingum var staðreynd hafa enskir fjölmiðlar keppst við að gera lítið úr eigin landsliði. 29. júní 2016 08:00
Draumasóknin sem sendi Englendinga heim af EM Óánægðir Bretar buðu upp á Brexit 1.0 en aðeins nokkrum dögum síðar bjó súpersókn íslenska fóboltalandsliðsins til Brexit 2.0 og sendi súra Englendinga enn einu sinni snemma heim af stórmóti í fótbolta. 29. júní 2016 07:00
Fær hjálp frá Breaking Bad stjörnu og vinnur satt eða logið um Ísland | Myndband Þeir eru meira að segja að tala um Ísland í NFL-deildinni vegna árangurs strákanna okkar. 29. júní 2016 07:30