Fótbolti

"Ísland er lélegasta lið sem ég hef séð en það vann England“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Enskir stuðningsmenn voru svekktir í gær.
Enskir stuðningsmenn voru svekktir í gær. vísir/getty
Fréttamaður New York Times var á meðal enskra stuðningsmanna sem röltu heim af vellinum í Nice í gærkvöldi þar sem strákarnir okkar sendu þá úr keppni með 2-1 sigri.

Enn og aftur er enska landsliðið að klikka á stórmóti en Englendingar voru í skýjunum með að sleppa við að spila við Portúgal og fá í staðinn Ísland.

„Ísland er lélegast lið sem ég hef séð en það vann England og það særir mig svo mikið. Ég er í rusli. Ísland er versta lið sem ég hef séð,“ sagði einn enskur stuðningsmaður en annar vildi nú gefa okkar mönnum hrós.

„Í fysta lagi verður að gefa Íslandi smá kredit. Það varðist svo vel. Þetta er slæm vika fyrir England og Bretland,“ sagði hann.

Nokkur viðtöl við svekkta Englendinga hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×