Þessir hressu sparkspekingar sem halda úti einu vinsælasta fótboltahlaðvarpi heims hafa verið með netþáttinn Euro 2000 & Copa á Vice í allt sumar þar sem þeir fara yfir allt sem gerist á Evrópumótinu og Copa America.
Bennett er mikill Íslandsvinur en hann kom til Íslands til að gera stutta heimildamynd um uppgang íslenska landsliðsins. Vísir ræddi við Bennett þegar hann var staddur á Íslandi en það viðtal má sjá hér.
Bennett er Englendingur og var því auðvitað svekktur yfir úrslitunum en hann gat ekki annað en hrifist af spilamennsku íslenska liðsins sem hann er búinn að fjalla svo mikið um.
Enska liðið fékk á baukinn hjá þeim félögunum en þeir rifu hausinn tvisvar sinnum á Roy Hodgson og einu sinni af Joe Hart sem fékk á sig eilítið klaufalegt mark gegn Íslandi í gær.
Í spilaranum hér að ofan má sjá þáttinn þar sem Men in Blazers fara yfir leikinn en hér að neðan má sjá heimildaþáttinn sem Bennett gerði um íslenska landsliðið.