Fótbolti

ESPN: Sigur Íslands á Englandi sjöundu óvæntustu úrslitin í sögunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Í tilefni af sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gær fór ESPN yfir 10 óvæntustu úrslitin í landsleikjum frá upphafi.

Sigur Íslands er númer sjö á lista Nick Ames, blaðamanns ESPN. Hann segir að þótt það sé hægt að deila um hversu góða leikmenn England eigi sé það alltaf stórfrétt þegar jafn lítil þjóð og Ísland vinni 53 milljóna þjóð eins og England.

Sigur Bandaríkjanna á Englandi á HM 1950 er efstur á listanum yfir óvæntustu úrslit sögunnar. Sigurinn kom öllum í opna skjöldu en margir héldu að um innsláttarvillu væri að ræða þegar þeir sáu úrslitin í blöðum daginn eftir; það hefði átt að standa 10-1 eða 10-0 í staðinn fyrir 1-0.

Óvæntur sigur Norður-Kóreu á Ítalíu á HM 1966 er í 2. sæti en Ítalir voru grýttir með mygluðum tómötum við heimkomuna. Sigur Kamerún á heimsmeisturum Argentínu á HM 1990 er svo í 3. sæti.

Umfjöllun ESPN má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×