Fótbolti

Höddi Magg á CNN: Förum í framlengingu gegn Frökkum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í gærkvöldi vakti heimsathygli og erlendir fjölmiðlar hafa sýnt íslenska liðinu mikinn áhuga.

Þeirra á meðal er bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sem var með umfjöllun um Ísland fyrr í dag. Þar var m.a. rætt við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann hjá 365 og fyrrverandi landsliðsmann.

„Það rignir í Reykjavík en það eru allir með sólskin í hjarta,“ sagði Hörður sem var reyndar kynntur til leiks sem fyrrverandi varnarmaður í íslenska landsliðinu.

Hörður er á því að Englendingar hafi vanmetið íslenska liðið í leiknum í gær.

„Þetta var léleg frammistaða hjá Englandi og þetta er versta enska landslið sem ég hef séð í þau 40 ár sem ég hef fylgst með því. Englendingar voru skelfilegir en Íslendingar stórkostlegir og við áttum sigurinn skilið,“ sagði Hörður sem var að lokum spurður hvort Ísland ætti möguleika á að vinna Frakkland á sunnudaginn.

„Ég er ekki bjartsýnismaður en af hverju ekki? Við erum vissulega að spila við Frakka á heimavelli en pressan er á þeim og þetta íslenska lið verður betra með hverjum leiknum,“ sagði Hörður.

„Frakkar eru með frábært lið en ég held að þeir munu vanmeta okkur. Ég spái því að við getum farið í framlengingu gegn Frakklandi.“

Umfjöllun CNN má sjá í heild sinni hér að ofan.


Tengdar fréttir

Miðarnir þúsund uppseldir

Stade de France tekur rúmlega 80.000 manns í sæti en óvíst er hve marga "follow your team“ miða Frakkar keyptu.

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.

Ragnar í úrvalsliði 16-liða úrslitanna

Ragnar Sigurðsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á EM í Frakklandi og þá sérstaklega eftir leikinn gegn Englandi í gær.

Eiginkona Rooney brjáluð út í The Sun

Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, var langt frá því að vera sátt með forsíðu breska dagblaðsins The Sun í dag.

Íslenska á forsíðu Verdens Gang á morgun

Íslenska landsliðið á ekki aðeins forsíðuna á Verdens Gang, eins stærsta dagblaðsins í Noregi, heldur er íslenska tungan í aðalhlutverki á forsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×