Fótbolti

Gary Neville og félagar fögnuðu þegar ljóst var að Ísland yrði næsti mótherji Englands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hodgson og Neville á hliðarlínunni í leiknum gegn Ísland í gær.
Hodgson og Neville á hliðarlínunni í leiknum gegn Ísland í gær. vísir/epa
Meðlimir í þjálfarateymi Roy Hodgson, fyrrverandi þjálfara enska landsliðsins, eiga að hafa fagnað þegar í ljós kom að Ísland yrði mótherji Englands í 16-liða úrslitunum á EM 2016 en ekki Portúgal.

Þetta kemur fram í sérstakri EM-útgáfu hlaðvarpsþáttarins Football Weekly á the Guardian þar sem þáttastjórnandinn James Richardsson fór yfir leik Íslands og Englands í gær ásamt gestum sínum.

Sjá einnig: Aumingja Roy Hodgson: Launahæsti þjálfarinn gagnrýndur og svo þetta vandræðalega myndband

Þeir gagnrýndu enska liðið harkalega og lélegan undirbúning þjálfarateymisins.

„Það er fáránlegt að hugsa til þess að fyrir ekki svo löngu voru Englendingar að fagna því að hafa fengið Ísland og sloppið við Portúgal,“ sagði Richardsson en fimm meðlimir í þjálfarateymi Englands, þ.á.m. Gary Neville, fóru á leik Íslands og Austurríkis í París í lokaumferð riðlakeppninnar.

„Starfsmenn enska liðsins sem fóru á leik Íslands og Austurríkis fögnuðu því víst þegar kom í ljós að England fékk ekki Portúgal,“ sagði James Horncastle og bætti því við að Hodgson hefði frekar farið í skoðunarferð um París en að skoða íslenska liðið.

„Núna hefur hann nógan tíma til að fara í skoðunarferðir,“ skaut Barry Glendenning inn í en Hodgson tilkynnti sem kunnugt er um afsögn sína strax eftir leikinn í Nice í gær.

Hlusta má á hlaðvarpsþáttinn Football Weekly með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Miðarnir þúsund uppseldir

Stade de France tekur rúmlega 80.000 manns í sæti en óvíst er hve marga "follow your team“ miða Frakkar keyptu.

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.

Íslenska á forsíðu Verdens Gang á morgun

Íslenska landsliðið á ekki aðeins forsíðuna á Verdens Gang, eins stærsta dagblaðsins í Noregi, heldur er íslenska tungan í aðalhlutverki á forsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×