Fótbolti

EM í dag: Reknir út af Stadé de Nice og Ragga Sig til Liverpool, núna!

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir okkar halda áfram að skrifa stórkostlegan kafla í heimsfótboltasöguna eftir 2-1 sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi í gær. Það hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafngaman að vera Íslendingur.

Björn Sigurðsson, Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson gerðu upp leikinn stórkostlega á Stade de Nice með góðri innkomu Eiríks Stefáns Ásgeirssonar undir lokin. Meira að segja franskir vallarstarfsmenn kunnu ekki við að vera með of mikil leiðindi þegar teyminu var vísað af leikvanginum.

Ragnar Sigurðsson er á leiðinni í risaklúbb, Ísland getur vel sigrað Frakkland og íslenskir stuðningsmenn eru orðnir heimsfrægir. Allt þetta, og meira til, í 16. þætti EM í dag sem má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×