Fótbolti

„Cod help us“ | Sjáðu fyrirsagnir ensku blaðanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þorskurinn megi hjálpa þeim.
Þorskurinn megi hjálpa þeim. mynd/skjáskot
„Cod help us“ er fyrirsögn enska götublaðsins Daily Star sem kemur út í fyrramálið en enska pressan tekur fótboltalandsliðið sitt af lífi eftir tapið gegn strákunum okkar í kvöld.

Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslandi 2-1 sigur gegn Englandi í 16 liða úrslitum EM 2016 en strákarnir okkar komu til baka eftir að lenda 1-0 undir í byrjun leiks.

Þetta er stærsti sigur í íslenskum fótbolta frá upphafi en mesta niðurlæging í sögu enska landsliðsins allra tíma samkvæmt fyrirsögn Telegraph.

Roy Hodgson fær sinn skerf af fyrirsögnum en landsliðsþjálfari Englands sagði af sér eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. „Gott að hann er farinn“ og „Clueless“ er á meðal þess sem ensku blöðin segja um hann.

Hér að neðan má sjá fyrirsagnir helstu ensku blaðanna sem koma út í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Jón Daði: Uppiskroppa með lýsingarorð

Jón Daði Böðvarsson lagði upp sigurmark Kolbeins Sigþórssonar í 2-1 sigri Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld.

Kolbeinn: Erum að spila fyrir þjóðina

Kolbeinn Sigþórsson sagði tilfinnungina ólýsanlega þegar hann skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi í kvöld.

Birkir Már: Frábært, fáranlegt, magnað!

Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Íslands átti erfitt með að setja í orð hversu góð tilfinningin var í leikslok eftir sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×