Fótbolti

Steve McClaren gerir sig enn einu sinni að fífli og nú kom Ísland við sögu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steve McClaren
Steve McClaren Vísir/Getty
Englendingar geta ekki hætt að gera grín að Steve McClaren. Fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands hefur verið gripinn á röngum tíma með regnhlíf, talandi ensku með hollenskum hreim og nú var hann að fara yfir hvað Englendingar væru með allt á hreinu þegar… Kolbeinn skoraði.

McClaren var að fylgjast með leiknum í útsendingu Sky News á meðan staðan var enn 1-1. McClaren fór að gera lítið úr íslenska liðinu sem væri með takmarkaða getu í sókninni. Hann kallaði Kolbeinn Sigþórsson Sigurðsson áður en hann var leiðréttur og svo gerðist það. Kolli skoraði og McClaren varð orðlaus.

Myndbandið má sjá hér að neðan en bresku blaðamennirnir í Nice hafa verið að hlæja sig máttlausa yfir því.

 


Tengdar fréttir

Gylfi: Stuðningurinn heldur okkur gangandi

Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn besta leik á EM 2016 þegar Ísland vann England með tveimur mörkum gegn einu í lokaleik 16-liða úrslitanna í Nice í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×