Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 21:22 Ragnar var valinn maður leiksins af UEFA. vísir/epa Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira