Fótbolti

Aron Jó horfir á leikinn í Reykjavík: „Eitthvað segir mér að Ísland sigrar“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Jóhannsson spáir "sínum“ mönnum sigri í kvöld.
Aron Jóhannsson spáir "sínum“ mönnum sigri í kvöld.
Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins í fótbolta, segist ekki geta útskýrt hvað er í gangi með íslenska landsliðið þessa stundina.

Aron, sem ólst upp á Íslandi frá því hann var þriggja ára, ákvað að spila fyrir það bandaríska og tók þátt í fyrsta leik liðsins á HM 2014 í Brasilíu. Aron á leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og er uppalinn Fjölnismaður.

Í samtali við Jeremy Schapp, íþróttafréttamann á ESPN í Bandaríkjunum, kveðst Aron spenntur fyrir leiknum í kvöld.

„Það er eitthvað í gangi með Ísland þessa stundina sem ég get ekki útskýrt,“ segir Aron sem hallast að sigri strákanna okkar.

„Eitthvað segir mér að Ísland eigi eftir að vinna leikinn,“ bætir Aron við og segist ætla að horfa á leikinn í miðbæ Reykjavíkur í kvöld.

Aðspurður hvort hann sjái eftir því núna að hafa valið að spila fyrir bandaríska liðið segir Aron: „Ég mun aldrei sjá eftir því vegna þess að tími minn með bandaríska liðinu hefur verið frábær.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×