Fótbolti

Sex breytingar hjá Hogdson | Sterling og Sturridge byrja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Hodgson teflir fram sama byrjunarliði og í leikjunum gegn Rússlandi og Wales nema hvað Daniel Sturridge kemur inn fyrir Adam Lallana (8).
Roy Hodgson teflir fram sama byrjunarliði og í leikjunum gegn Rússlandi og Wales nema hvað Daniel Sturridge kemur inn fyrir Adam Lallana (8). vísir/epa
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerir sex breytingar á enska liðinu fyrir leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld.

Hodgson teflir fram sama liði og í fyrstu tveimur leikjum Englands á EM fyrir utan Daniel Sturridge sem byrjar í staðinn fyrir Adam Lallana.

Búist er við því að Sturridge verði á hægri kantinum, Raheem Sterling á þeim vinstri og Harry Kane fremstur.

Hodgson gerði sex breytingar á enska liðinu fyrir lokaleikinn í riðlakeppninni gegn Slóvakíu. Aðeins Joe Hart, Gary Cahill, Chris Smalling, Eric Dier og Sturridge halda sætum sínum frá þeim leik sem lyktaði með markalausu jafntefli.

Lið Englands er þannig skipað:

Markvörður: Joe Hart

Hægri bakvörður: Kyle Walker

Miðverðir: Gary Cahill og Chris Smalling

Vinstri bakvörður: Danny Rose

Varnarsinnaður miðjumaður: Eric Dier

Miðjumenn: Dele Alli og Wayne Rooney

Hægri kantmaður: Daniel Sturridge

Framherji: Harry Kane

Vinstri kantmaður: Adam Lallana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×