Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2016 13:30 Síðast þegar karlalandslið Englands og Íslands mættust á knattspyrnuvellinum unnu þeirr fyrrnefndu 6-1 sigur. Vettvangurinn var City of Manchester Stadium í samnefndri borg og var æfingaleikur í aðdraganda EM 2004, raunar síðasti leikur Englands fyrir mótið. Byrjunarlið Íslands þennan dag var svona: Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson, sem er hluti af teymi Símans á Evrópumótinu, man vel eftir leiknum. „Ég ætlaði að segja því miður en þetta var upplifun,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þarna voru þeir með frábært lið. Beckham, Scholes og Owen með Rooney frammi.“ Pétur Marteins rifjar upp 6-1 leikinn í spilaranum að neðan. Byrjunarlið Englands í leiknum var svona: Paul Robinson, Gary Neville, Ashley Cole, Sol Campbell, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Frank Lampard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen. „Ég man eftir því fyrir leik að þá kemur sænski þjálfarinn þeirra Sven Göran Eriksson inn í klefa til okkar og segir: „Hey strákar, þetta er síðasti leikur fyrir stórmót, „take it easy“. Engar tæklingar, ekkert rugl,“ rifjar Pétur upp brosandi. „Svo förum við út á völl og eftir þrjár til fjórar mínútur kom Paul Scholes fljúgandi í Heiðar Helgu, negldi hann með tökkunum fyrir ofan hné,“ segir Pétur. Augljóst rautt spjald að hans mati en Scholes slapp eins og svo oft áður. „Þannig að þeir fóru ekki eftir þessari reglu hjá Sven Göran,“ segir Pétur. Wayne Rooney skoraði tvö mörk í leiknum, annað með glæsilegu langskoti, og allt gekk upp hjá þeim að sögn Péturs og grínast: „Ekki eins mikið hjá okkur.“Mörkin úr leiknum í Manchester 2004 má sjá í spilaranum að neðan. Rooney vissi ekki af skilaboðunum Blaðamaður ákvað að spyrja Wayne Rooney út í þennan leik fyrir tólf árum á blaðamannafundi í Nice í gær. „Já, ég man eftir leiknum,“ sagði Rooney á fundinum. „Ég vissi reyndar ekki að Sven Göran hefði gert þetta.“ Leikurinn hefði verið góður undirbúningsleikur og gott hefði verið að vinna hann.Svar Rooney má sjá eftir 13 mínútur og 30 sekúndur í spilaranum að neðan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sjá meira
Síðast þegar karlalandslið Englands og Íslands mættust á knattspyrnuvellinum unnu þeirr fyrrnefndu 6-1 sigur. Vettvangurinn var City of Manchester Stadium í samnefndri borg og var æfingaleikur í aðdraganda EM 2004, raunar síðasti leikur Englands fyrir mótið. Byrjunarlið Íslands þennan dag var svona: Árni Gautur Arason, Indriði Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Heiðar Helguson, Eiður Smári Guðjohnsen og Helgi Sigurðsson. Pétur Marteinsson, sem er hluti af teymi Símans á Evrópumótinu, man vel eftir leiknum. „Ég ætlaði að segja því miður en þetta var upplifun,“ segir Pétur í samtali við Vísi. „Þarna voru þeir með frábært lið. Beckham, Scholes og Owen með Rooney frammi.“ Pétur Marteins rifjar upp 6-1 leikinn í spilaranum að neðan. Byrjunarlið Englands í leiknum var svona: Paul Robinson, Gary Neville, Ashley Cole, Sol Campbell, Jamie Carragher, Steven Gerrard, Frank Lampard, Paul Scholes, Wayne Rooney og Michael Owen. „Ég man eftir því fyrir leik að þá kemur sænski þjálfarinn þeirra Sven Göran Eriksson inn í klefa til okkar og segir: „Hey strákar, þetta er síðasti leikur fyrir stórmót, „take it easy“. Engar tæklingar, ekkert rugl,“ rifjar Pétur upp brosandi. „Svo förum við út á völl og eftir þrjár til fjórar mínútur kom Paul Scholes fljúgandi í Heiðar Helgu, negldi hann með tökkunum fyrir ofan hné,“ segir Pétur. Augljóst rautt spjald að hans mati en Scholes slapp eins og svo oft áður. „Þannig að þeir fóru ekki eftir þessari reglu hjá Sven Göran,“ segir Pétur. Wayne Rooney skoraði tvö mörk í leiknum, annað með glæsilegu langskoti, og allt gekk upp hjá þeim að sögn Péturs og grínast: „Ekki eins mikið hjá okkur.“Mörkin úr leiknum í Manchester 2004 má sjá í spilaranum að neðan. Rooney vissi ekki af skilaboðunum Blaðamaður ákvað að spyrja Wayne Rooney út í þennan leik fyrir tólf árum á blaðamannafundi í Nice í gær. „Já, ég man eftir leiknum,“ sagði Rooney á fundinum. „Ég vissi reyndar ekki að Sven Göran hefði gert þetta.“ Leikurinn hefði verið góður undirbúningsleikur og gott hefði verið að vinna hann.Svar Rooney má sjá eftir 13 mínútur og 30 sekúndur í spilaranum að neðan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00 EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00 EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sjá meira
Nú mega lömbin sparka England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti. 27. júní 2016 06:00
EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. 27. júní 2016 08:00
EM í dag: Nice í Nice Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni. 27. júní 2016 09:00