Argentína tapaði og Messi hætti í landsliðinu | Sjáðu rauðu spjöldin og vítakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2016 08:41 Lionel Messi var óhuggandi eftir leik. Vísir/Getty Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira
Síle vann í nótt Suður-Ameríkukeppnina í knattspyrnu annað árið í röð eftir sigur á Argentínu í úrslitaleiknum á MetLife Stadium í New Jersey. Eftir leikinn tilkynnti Lionel Messi að hann væri hættur að spila með landsliði Argentínu. Hans síðasta verk með landsliðinu var að skjóta yfir markið úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni þar sem Síle tryggði sér sigur, 4-2. Messi var óhuggandi eftir leikinn og sagði að þetta hafi verið afar erfitt, enda hefur Argentína tapað nú þremur úrslitaleikjum á stórmótum í röð. „Í búningsklefanum eftir leik fannst mér að þetta væru endalokin á mínum landsliðsferli. Þetta er ekki fyrir mig. Þannig líður mér núna. Þetta er afar sorglegt enn einu sinni. Ég klúðraði vítinu sem var mikilvægt,“ sagði Messi eftir leikinn í nótt. „Ég reyndi svo mikið að verða meistari með Argentínu. En það gerðist ekki. Mér tókst ekki að gera það. Ég held að það væri best fyrir alla, fyrir mig og fyrir alla sem vilja það. En ég hef ákveðið að þessu sé lokið. Ég reyndi mörgum sinnum en það tókst ekki.“Síle varð Suður-Ameríkumeistari annað árið í röðVísir/Getty23 ár eru síðan að Argentína vann síðast titil og Messi hefur nú tapað fjórum úrslitaleikjum á stórmótum - á HM 2014 og Suður-Ameríkukeppninni 2007, 2015 og nú 2016. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma og framlengingunni í nótt. Vítaspyrnukeppnin byrjaði þó vel fyrir Argentínu þar sem Sergio Romero varði frá Arturo Vidal. En Messi átti fyrstu spyrnu Argentínu og skaut yfir. Lucas Biglia klúðraði einnig sinni vítaspyrnu en Claudio Bravo varði frá honum. Markvörðurinn og fyrirliði Síle var hetja sinna manna í leiknum en hann varði stórkostlega frá Sergio Agüero í framlengingunni. Messi var að spila sinn 112. landsleik í nótt en hann hefur skorað 55 mörk með landsliði Argentínu. Hann er markahæsti leikmaður Argentínu frá upphafi en hann tók fram úr Gabriel Batistuta á mótinu en hann skoraði 54 mörk. Leikurinn var fremur tíðindalítill en brasilíski dómarinn Heber Lopes var í aðalhlutverki, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Lopes virkaði mjög æstur og rak tvo menn út af í fyrri hálfleiknum. Sílemaðurinn Marcelo Díaz fékk að líta tvö gul spjöld með tólf mínútna millibili fyrir brot á Messi og tveimur mínútum fyrir hálfleik fékk Marcos Rojo, vinstri bakvörður Argentínu, beint rautt spjald.Rauðu spjöldin og vítakeppnina í heild sinni má sjá hér að neðan.Díaz fær tvö gul spjöld fyrir brot á Messi Rojo fær beint rautt Vítakeppnin í heild sinni
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Sjá meira