Fótbolti

Hodgson: Ísland stendur í þakkarskuld við Lars | Þekkir ekki Heimi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lars Lagerbäck á æfingu íslenska liðsins í dag.
Lars Lagerbäck á æfingu íslenska liðsins í dag. vísir/vilhelm
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, og Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, eru góðir félagar en þeir kynntust í Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar þegar Hodgson þjálfaði þar.

Hodgson og Bob Houghton nokkur höfðu mikil áhrif á sænskan fótbolta en Hodgson sagði á blaðamannafundi í dag að Lars hefði alltaf verið tilbúinn að læra af þeim og reyna að vinna fótboltaleiki með hans hugmyndafræði.

Þeir þekkjast vel þó sambandið þetta á milli sé minna í dag en áður. Hann hafði ekkert nema góða hluti um Lars að segja á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag.

„Ísland stendur í þakkarskuld við Lars og Roland [Anderson, yfirnjósnara íslenska landsliðsins]. Ég þekki ekki unga íslenska þjálfarann en Lars hefur tekist að ná öllu út úr þessu liði,“ sagði Hodgson.

„Þeir fá íslenska liðið til að leggja alveg ótrúlega mikið á sig. Þetta er eitthvað sem maður sá ekki jafnmikið af fyrir ekki svo löngu síðan en meira núna á þessu móti. Möguleikar Lars að fá styttu af sér eru töluvert meiri en mínir get ég sagt ykkur,“ sagði Roy Hodgson.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Rooney: Gylfi er frábær leikmaður

Wayne Rooney sagði á blaðamannafundi að enska liðið þarf að óttast spyrnur Gylfa Þórs Sigurðssonar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×