Fótbolti

Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á vellinum sem má ekki bera nafnið sitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði leiðir sína menn í skokki í upphitun á æfingunni.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði leiðir sína menn í skokki í upphitun á æfingunni. Vísir/Vilhelm
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu æfðu á keppnisleikvanginum Allianz Riviera í Nice í síðdegis í dag. Sólin skein og hitinn var mikill en um 30 stiga hiti er í frönsku borginni í dag.

Leikvangurinn fær ekki að bera fyrrnefnt nafn á Evrópumótinu í fótbolta vegna árekstra styrktaraðila. UEFA hefur engan áhuga á að leikvangurinn beri þetta heiti svo á Evrópumótinu er hann kallaður Stade de Nice.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, myndaði strákana í bak og fyrir á leikvanginum í dag.

vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×