Ólafur Ragnar fílaði Sturlu Jónsson Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 01:58 vísir/ernir Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Að mati fráfarandi forseta þá hefur hann ekki breytt forsetaembættinu á þeim tuttugu árum sem hann gengdi því. Hins vegar hafi umhverfi þess kollvarpast og orðið allt, allt annað. Þetta kom fram í viðtali við forsetann á kosningavöku Ríkissjónvarpsins. „Ég hef aldrei farið út fyrir þau mörk sem stjórnarskráin markar embættinu og öll mín tíð hefur verið í samræmi við hana. Það sem hefur breyst eru kröfur samfélagsins og umheimsins til embættisins.“ Þar á forsetinn við að hagsmuna- og baráttusamtök séu mun fleiri og öflugir auk þess að eðli fjölmiðla hafi breyst með aukinni alþjóðavæðingu. Ólafur telur að þessar breytingar hafi valdið því að kröfurnar til hans hafi verið allt aðrar en til fyrri forseta lýðveldisins. „Mig óraði ekki fyrir þessum breytingum. Þegar ég tók við embætti voru um 4.000 vefsíður skráðar í Bandaríkjunum. Við vitum öll að sú staða hefur gjörbreyst nú.“ Á hverjum degi séu hundruðir manna að tjá skoðun sína á forsetanum og störfum forsetans, meðal annars á Facebook og Twitter, og krefjast einhvers af honum. Fólkið geri kröfu um að forsetinn taki afstöðu í málefnum líðandi stundar og svari þjóðinni þegar hún krefst þess.Hlakkar til aukins málfrelsis Í viðtalinu bætti Ólafur því við að honum hefði þótt ánægjulegt hvernig þjóðin tók Sturlu Jónssyni. „Þar er á ferðinni einstaklingur sem barðist með ótvíræðum hætti gegn bönkum, stofnunum og háði persónulegt stríð gegn ríkjandi kerfi. Mér þykir ánægjulegt að slíkur einstaklingur skuli gera boðið sig fram til forseta og náð slíku fylgi. Það er gleðiefni að úr grasrótinni komi maður eins og Sturla.“ Sturla var meðal gesta í kappræðum Stöðvar 2 á fimmtudag og RÚV í gær en frambjóðandanum hefur verið tíðrætt um stjórnarskrá landsins. Skýringar hans á henni hafa á köflum þótt á skjön við þann skilning sem flestir leggja í hana. „Ég verð að segja að mér fannst skýringar hans á stjórnarskránni flottar og margt sem gleður í þeim.“ Framundan hjá Ólafi eru málefni sem lengi hafa brunnið á honum á borð við norðurslóðir. Einnig nefndi hann hreina orku og framtíð hafanna. „Þetta hefur verið ægilega löng tíð hjá mér í embætti og mér líður óskaplega vel með að vera að hætta. Ég er ánægður með að þetta hafi tekist,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka einnig til að hafa frelsi til að tjá mig. Í gegnum tíðina hefur verið margt sem mig hefur langað að segja en ég hef ekki sagt sökum embættis míns. Ég hlakka til þess frelsis sem þetta mun veita mér.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40