Fótbolti

KSÍ fékk óvænt sjötíu miða á Englandsleikinn á tuttugu evrur stykkið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir fagna í leikslok á Stade de France.
Strákarnir fagna í leikslok á Stade de France. Vísir/Vilhelm
Íslenskum stuðningsmönnum stendur til boða að kaupa sér miða á viðureign Íslands og Englands á EM í Frakklandi. KSÍ fékk óvænt 70 miða í svæði fjögur með „takmörkuðu útsýni“ á leikinn. Um er að ræða miðar þar sem súla skyggir á hluta vallarins eða eitthvað slíkt.

„Það er búin að vera mikil aðsókn. Erum að reyna að vinna í þessu,“ segir Margrét Elíasdóttir, starfsmaður á skrifstofu KSÍ, um klukkustund eftir að miðarnir fóru í sölu.

„Við fengum veður af þessu í gær að þetta gæti orðið og svo var það staðfest í hádeginu í dag,“ segir Margrét. Mikið sé um símtöl og tölvupósta. Salan gengur vel og er langt komin þegar þetta er skrifað.



Fyrstur kemur, fyrstur fær en hámarksfjöldi er fjórir miðar á mann. Þetta kemur fram í upplýsingum frá sendiráði Íslands í París.

Þrjú þúsund Íslendingar hafa tryggt sér miða á leikinn en uppselt varð á hann á fimmtudag. 

Uppfært klukkan 15:30

Miðarnir seldust upp á skömmum tíma.


 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×