Fótbolti

Hlustaðu á öll bestu ummæli Eiðs Smára

Hjörtur Hjartarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson.
Eiður Smári Guðjohnsen og Heimir Hallgrímsson. Vísir/Vilhelm
Rétt ríflega tveir sólahringar eru þar til flautað verður til leiks á Stade de Nice í suður Frakklandi þar sem Ísland mætir Englendingum í 16 liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Ekki þarf að fjölyrða um áhuga fjölmiðla á enska landsliðinu en kastljósið beinist nú að því íslenska sem aldrei fyrr.

Á blaðamannafundi íslenska liðsins hér í Annecy í morgun þar sem Heimir Hallgrímsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum var setið í hverju einasta sæti í ríflega 50 manna sal.

Sjá einnig: Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband

Flestum spurningum erlendu blaðamannana var beint til Eiðs, margar hverjar tengdar ferli hans á Englandi, hvert eftirlætis félag hans væri á Englandi og hvor væri betri þjálfari, Jose Mourinho eða Pep Guardiola en Eiður hefur starfað með þeim báðum. Eiður reyndi hvað hann gat til að koma blaðamönnum í skilning um að hann væri hér til að svara spurningum tengdum mótinu eða íslenska liðinu.

Hlustaðu á innslag okkar um fundinn í spilaranum hér fyrir ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×