Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 09:30 Arnór Ingvi mætti í afmæli litla bróður síns Viktors Árna þann 5. júní en Viktor varð níu ára 6. júní. Að sjálfsögðu var fótbolti spilaður. Nafn hans er á allra vörum en hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn á mettíma. Nafnið er Arnór Ingvi Traustason sem tryggði Íslendingum sigur gegn Austurríki á Stade de France á dögunum. Mark sem tugir milljóna hafa séð enda athyglin á íslenska liðinu mikil en lýsing Gumma Ben á markinu hefur gert það að verkum að markið hefur komið fyrir augu svo margra. Hetja var Arnór Ingvi og eins og gerist með hetjur vilja margir eiga eitthvað í hetjunum. Sumir höfðu alltaf trú á honum og spáðu glæstri framtíð, aðrir voru með honum í bekk eða áttu börn með honum í bekk, aðrir þekkja þann sem klippir hárið á honum og þannig mætti ltengi telja. Arnór Ingvi ásamt Viktori Árna bróður sínum á hjólabát í Annecy í Frakklandi. Raunveruleg dæmi eru þó í Reykjanesbæ þar sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar keppast um hlutdeild í hinum 22 ára Arnóri Ingva. En hvort er það Keflvíkingurinn Arnór Ingvi eða Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi? „Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Una Kristín Stefánsdóttir, móðir Arnórs Inga. „En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“Þar með flækast málin. Arnór Ingvi byrjaði þriggja ára gamall að æfa fótbolta hjá Njarðvík þar sem Freyr Sverrisson var þjálfari. Una segir Frey hafa sinnt mikilvægu hlutverki í uppeldi Arnórs Ingva„Hann gekk í skóla í Keflavík og var aldrei í skóla í Njarðvík,“ segir Una en … „hann var í körfu í Njarðvík.“Arnór Ingvi hætti í körfu til að einbeita sér að fótboltanum og eftir fjórða flokk, þegar hann var 15 ára, skipti hann um félag.„Honum fannst hann þurfa meiri ögrun svo hann ákvað að fara yfir í Keflavík.“Arnór Ingvi í stuði eftir leikinn á Stade de France.Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að Keflvíkingar hafi verið með sterkara lið en Njarðvík. Liðið varð Íslandsmeistari í 3. flokki sumarið 2009 og vann b-deildina í 2. flokki sumarið 2010. Þar var Arnór Ingvi á yngsta ári en samt fastamaður í byrjunarliði. Athyglisvert er að báðir titlarnir unnust á markatölu.Hinn sautján ára gamli þreytti líka frumraun sína með meistaraflokki Keflavíkur sumarið 2010, aðeins sautján ára. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum og opnaði markareikning sinn í efstu deild með marki í 4-1 sigri á ÍBV í lokaumferðinni.Arnór Ingvi var lykilmaður í liði Keflavíku í Pepsi-deildinni sumurin 2011, 2012 og 2013 áður en atvinnumennskan bankaði á dyrnar.En hvort er Arnór Ingvi þá Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?„Ég held að hann sé bara ekta Reyknesbæingur,“ segir Una Kristín móðir hans. „Ég held hann líti helst þannig á það sjálfur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Nafn hans er á allra vörum en hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn á mettíma. Nafnið er Arnór Ingvi Traustason sem tryggði Íslendingum sigur gegn Austurríki á Stade de France á dögunum. Mark sem tugir milljóna hafa séð enda athyglin á íslenska liðinu mikil en lýsing Gumma Ben á markinu hefur gert það að verkum að markið hefur komið fyrir augu svo margra. Hetja var Arnór Ingvi og eins og gerist með hetjur vilja margir eiga eitthvað í hetjunum. Sumir höfðu alltaf trú á honum og spáðu glæstri framtíð, aðrir voru með honum í bekk eða áttu börn með honum í bekk, aðrir þekkja þann sem klippir hárið á honum og þannig mætti ltengi telja. Arnór Ingvi ásamt Viktori Árna bróður sínum á hjólabát í Annecy í Frakklandi. Raunveruleg dæmi eru þó í Reykjanesbæ þar sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar keppast um hlutdeild í hinum 22 ára Arnóri Ingva. En hvort er það Keflvíkingurinn Arnór Ingvi eða Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi? „Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Una Kristín Stefánsdóttir, móðir Arnórs Inga. „En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“Þar með flækast málin. Arnór Ingvi byrjaði þriggja ára gamall að æfa fótbolta hjá Njarðvík þar sem Freyr Sverrisson var þjálfari. Una segir Frey hafa sinnt mikilvægu hlutverki í uppeldi Arnórs Ingva„Hann gekk í skóla í Keflavík og var aldrei í skóla í Njarðvík,“ segir Una en … „hann var í körfu í Njarðvík.“Arnór Ingvi hætti í körfu til að einbeita sér að fótboltanum og eftir fjórða flokk, þegar hann var 15 ára, skipti hann um félag.„Honum fannst hann þurfa meiri ögrun svo hann ákvað að fara yfir í Keflavík.“Arnór Ingvi í stuði eftir leikinn á Stade de France.Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að Keflvíkingar hafi verið með sterkara lið en Njarðvík. Liðið varð Íslandsmeistari í 3. flokki sumarið 2009 og vann b-deildina í 2. flokki sumarið 2010. Þar var Arnór Ingvi á yngsta ári en samt fastamaður í byrjunarliði. Athyglisvert er að báðir titlarnir unnust á markatölu.Hinn sautján ára gamli þreytti líka frumraun sína með meistaraflokki Keflavíkur sumarið 2010, aðeins sautján ára. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum og opnaði markareikning sinn í efstu deild með marki í 4-1 sigri á ÍBV í lokaumferðinni.Arnór Ingvi var lykilmaður í liði Keflavíku í Pepsi-deildinni sumurin 2011, 2012 og 2013 áður en atvinnumennskan bankaði á dyrnar.En hvort er Arnór Ingvi þá Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?„Ég held að hann sé bara ekta Reyknesbæingur,“ segir Una Kristín móðir hans. „Ég held hann líti helst þannig á það sjálfur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00
Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33