Fótbolti

Cantona segir Gumma Ben hafa fengið fullnægingu: „Vonandi vakti hann ekki eldfjöll með öskrunum“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, lætur gamminn geysa í nýju myndbandi fyrir Eurosport þar sem hann talar um hitt og þetta sem er að gerast á EM.

Hann kallar sig hinn sjálfskipaða yfirmann fótboltans og situr nánast ber að ofan með staf og lætur menn heyra það eins og honum einum er líkt.

Hann gat ekki annað en talað um árangur Íslands og þá sérstaklega lýsingu Guðmundar Benediktssonar á sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar gegn Austurríki á Stade de France á miðvikudagskvöldið.

„Ekki gleyma því að ég sagði að Íslandi átti möguleika á að vinna EM. Þeir eru ekki búnir að vinna enn þá en eru komnir í 16 liða úrslitin,“ segir Cantona.

„Þegar Ísland skoraði sigurmarkið fékk íslenski lýsandinn svakalega fótboltafullnægingu. Ég vona bara að öskur hans hafi ekki vakið upp einhver eldfjöll,“ segir Eric Cantona.

Þetta skemmtilega myndband má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

EM í dag: Groundhog day í Annecy

Tómas Þór Þórðarson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt sem snýr að íslenska liðinu á EM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×