Fótbolti

Heimir: Byrjunarliðsmenn ekki æft í tvo daga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir á blaðamannafundinum í dag.
Heimir á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að allir leikmenn séu heilir heilsu og að það séu engar sérstakar áhyggjur af meiðslum fyrir leikinn gegn Englandi á mánudag.

Ísland spilaði síðast gegn Austurríki á miðvikudag og fékk síðasta leikinn í 16-liða úrslitunum, sem hefjast í dag. Strákarnir hafa yfirleitt spilað á fjögurra daga fresti en fengu nú aukadag í hvíld.

„Byrjunarliðsmenn hafa ekki æft í tvo daga, í sannleika sagt,“ sagði Heimir á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag en Ísland hefur teflt fram sama byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum sínum til þessa á mótinu.

Sjá einnig: Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband

„Þeir hafa verið í ísbaði og einhverjir hafa synt. En þeir eru allir „fit og fresh“ fyrir æfinguna í dag. Það eru engin meiðsli og allir eru tilbúnir.“

Hann segir það hafi verið ótrúlega mikilvægt að fá aukadaginn í hvíld. „Þetta hafa allt verið erfiðir leikir og við höfum bara fengið þrjá daga á milli þeirra. Orkubirgðirnar eru að minnka. En ég vona að þeir séu nú fullhlaðnar á ný og að menn verði fullir orku þegar við förum í þennan stóra leik á mánudag.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×