Fótbolti

Eiður fékk skilaboð frá Lampard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen heldur ekki miklu sambandi við fyrrverandi liðsfélaga sína hjá Chelsea eða öðrum félögum sem hann hefur spilað með á ferlinum.

Þetta sagði hann á blaðmannafundi íslenska liðsins í Annecy í morgun.

„Í raun ekki. Það furðulega við fótbolta er að maður eyðir miklum tíma en svo fara allir sína leið og maður missir sambandið,“ sagði Eiður Smári.

Sjá einnig: Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands

„Frank Lampard [fyrrum samherji Eiðs hjá Chelsae] sendi mér skilaboð og hló að því að Ísland og England væru að fara að mætast í 16-liða úrslitunum. Ég veit ekki í hvaða samhengi þessi skilaboð voru,“ sagði Eiður og brosti.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×