Fótbolti

Eiður Smári fór á kostum á blaðamannafundi Íslands | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen sat sinn fyrsta blaðamannafund á Evrópumótinu í fótbolta í Annecy í dag þar sem hann svaraði blaðamönnum í hálftíma ásamt Heimi Hallgrímssyni. Fundurinn hófst klukkan 08.45 að íslenskum tíma og var í beinni útsendingu á Vísi.

Breska pressan var mætt á svæðið þar sem næsti leikur Íslands er á móti Englandi en Eiður Smári var spurður spjörunum úr um enska boltann, sinn langa feril, íslenska liðið og margt fleira. Hann svaraði hverri spurningunni á fætur annarri af mikilli fagmennsku.

Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og kemur upptaka af honum hér innan tíðar. Þangað til má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis í Twitter-boxinu hér að neðan.


Tengdar fréttir

Næsta brekka reynst of brött fyrir Lars Lagerbäck

Lars Lagerbäck hefur þrisvar í sex tilraunum komið liði upp úr riðli á Evrópumóti eða í heimsmeistarakeppni en hann hefur aldrei farið í gegnum fyrsta leik í útsláttarkeppni. Hann reynir nú í fjórða sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×