Stelpurnar unnu Skotana sannfærandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2016 16:51 Frá leik með íslenska kvennalandsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í blaki byrjar mjög vel í undankeppni fyrir HM 2018 og EM Smáþjóða 2017. Íslensku stelpurnar áttu mjög góðan leik á móti Skotum og unnu hann 3-0. Íslenska liðið byrjaði að krafti og vann hrinurnar þrjár 25-21, 25-14 og 25-17. Það er hætt við að verkefnið verði strax erfiðara á morgun þegar íslenska liðið mætir heimaliði Lúxemborgar en góður leikur í dag gefur góð fyrirheit. Þær Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir voru stighæstar hjá íslenska liðinu á móti Skotum með fjórtán stig hvor en upplýsingar um gang leiksins má finna á heimasíðu Blaksambands Íslands. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur, fyrirliða og Elísabetu Einarsdóttur á köntunum, á miðjunni voru þær Fríða Sigurðardóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir og í uppspilinu var Kristín Salín Þórhallsdóttir og á móti henni í díó stöðunni var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Frelsingjar liðsins voru Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Birta Björnsdóttir. Ísland byrjaði betur í leiknum og komst í 5-1. Skotar jöfnuðu leikinn og var jafnt á flestum tölum upp í 19-19. Íslenska liðið gerði þá tvöfalda skiptingu þar sem Berglind Gígja Jónsdóttir kom inn fyrir Thelmu og Hjördís Eiríksdóttir kom inn fyrir Kristínu. Hrinan kláraðist 25-21 fyrir Íslandi. Ísland náði strax tökum á annarri hrinunni og gáfu ekki tommu eftir í baráttunni um þennan sigur. Staðan var orðin 20-10 á tímabili en þá var María Rún Karlsdóttir komin inná til að leysa fyrirliða liðsins af velli. Hrinan endaði 25-14, Íslandi í vil og liðið í góðri stöðu í leiknum. Sama byrjunarlið var í öllum hrinunum en þriðja hrinan var lík annarri hrinunni. Þjálfarateymið beitti tvöföldu skiptingunni í öllum hrinunum og virkaði það mjög vel. Þriðja hrinan endaði 25-17 með frábæru varnarstigi frá Karen Björgu Gunnarsdóttur sem hafði komið inná fyrir Jónu Guðlaugu undir lokin á hrinunni. Ísland vann leikinn 3-0 og voru stigahæstu leikmenn Íslands Elísabet Einarsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 14 stig hvor. Jóna Guðlaug skoraði 10 stig í leiknum og Fríða Sigurðardóttir 8 stig. Tölfræði leiksins má finna hér.Íslenska landsliðið.Mynd/Blaksamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Sjá meira