Ég kýs Guðna Helena Þ. Karlsdóttir skrifar 24. júní 2016 16:43 Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég var búin að ákveða að skila auðu í forsetakosningunum áður en Guðni Th. ákvað að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það kom bara enginn til greina í mínum huga. En framboð Guðna breytti því og ég er ákveðin í að hann fái mitt atkvæði enda er mér það einstaklega ljúft styðja Guðna. Þar fer maður sem á erindi á Bessastaði. Við Guðni eru bekkjarsystkin úr MR og úr Garðabænum. Ég hef því þekkt Guðna í yfir 30 ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Hann er ósköp venjulegur hógvær maður. Hann er klár, heiðarlegur, réttsýnn, víðsýnn, vel máli farinn og einlægur. Svo er hann góður húmoristi. Í mínum huga á forsetinn að vera leiðtogi sem gleðst með þjóðinni þegar vel gengur og hvetur þjóðina áfram þegar á móti blæs. Hann á að hlusta á vilja þjóðarinnar, tryggja að ólík sjónarmið heyrist, setja mikilvæg samfélagsmál á dagskrá og hvetja til umræðu um þau. Hann á að vera maður fólksins og vera verðugur fulltrúi þjóðarinnar á erlendum vettvangi og tala máli hennar. Guðni er einstaklega hæfur til að gegna forsetaembættinu. Hann hefur kynnt sér sögu forsetaembættisins og fyrri forseta og hefur yfirgripsmikla, jafnvel yfirgripsmestu leyfi ég mér að segja, þekkingu á embættinu. Hann hefur skýra sýn á hvernig forsetaembættið og forseti á að vera og þannig forseta vil ég. Ég hef tekið þátt í kosningahópi framboðs Guðna á Akureyri og ég verð að segja að með framboði sínu hefur Guðni náð að sameina fjölbreyttan hóp fólks, fólk með mismunandi bakgrunn, menntun og aldur og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Hópurinn hefur unnið sem einn maður að sameiginlegu markmiði, þ.e. að stuðla að góðum kosningasigri Guðna. Vinnan hefur verið einstaklega skemmtileg og jákvæð og það hefur verið gefandi að vinna að framgangi framboðsins. Guðna hefur verið mjög vel tekið hvar sem hann hefur komið og húsfyllir var bæði við opnun kosningaskrifstofunnar sem og á opna fundinum sem haldinn var í Hofi. Guðni á hljómgrunn hjá Akureyringum. Það er eitt, að lokum, sem ég verð að minnast á og mér finnst lýsandi fyrir Guðna. Á opna fundi sínum á Akureyri ræddi hann mikilvægi þess að hvetja þá sem eiga undir högg að sækja. Hann sagði að geti hann hjálpað og hvatt einhvern áfram sem er hikandi og á sér drauma en vantar örlítið klapp á öxlina þá hafi hann kannski komið einhverju góðu til leiðar. Eftir þau hvatningarorð stóð upp 18 ára drengur, nýkominn með kosningarétt, og lýsti því að hann væri einhverfur og hefði dottið út úr skóla. Hann lýsti því hvernig honum fyndist kerfið hafi brugðist og það hefði kostað átök að standa upp og tala. En hann gerði það og ég er þess fullviss að það hafi verið m.a. vegna hvatningar Guðna sem drengurinn stóð upp og tjáði sig um þetta mikilvæga mál. Ég verð að viðurkenna að þetta snart mig og ég veit að svo var um fleiri. Ég fylltist stolti fyrir hönd drengsins. Mér fannst þetta svo frábært því ég veit að það getur tekið á að standa upp og tala fyrir framan fullan sal af fólki. Þjóðin kýs sér forseta nk. laugardag. Ég kýs Guðna því honum treysti ég fullkomlega til að gegna embætti forseta Íslands og veit að hann mun gera það vel. Svo er hann giftur flottri konu og er alltaf í flottum sokkum!
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun