Fótbolti

Þjóðverjar auðveldlega áfram | Sjáðu mörkin

Boateng fagnar markinu.
Boateng fagnar markinu. Vísir/getty
Þjóðverjar fóru nokkuð auðveldlega áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins í Frakklandi, en þeir unnu 3-0 sigur á Slóvakíu í dag. Frakkar mæta annað hvort Ítalíu eða Spánverjum í átta liða úrslitunum.

Fyrsta markið kom strax á áttundu mínútu, en það gerði Jerome Boateng með þrumuskoti eftir að hornspyrna Toni Kroos hafi verið skölluð frá. Þetta var fyrsta landsliðsmark Boateng.

Rétt fyrir hálfleik skoruðu svo Þjóðverjar sitt annað mark, en það gerði Mario Gómez eftir magnaðan sprett frá Julian Draxler upp vinstri kantinn. Gomez þurfti bara að ýta boltanum yfir línuna.

Staðan var 2-0 í hálfleik og heimsmeistararnir voru í litlum sem engum vandræðum með Slóvaka, en Þjóðverjar fengu urmul færa.

Þriðja og síðasta mark Þjóðverja kom svo á 63. mínútu, en þá skoraði Draxler sjálfur eftir að boltann hrökk til hans eftir hornspyrnu. Hann þrumaði boltanum í þaknetið.

Lokatölur 3-0 og nokkuð auðvelt hjá Þjóðverjum sem mæta Spánverjum eða Ítalíu í átta liða úrslitunum á næsta laugardag, en þau mætast á morgun.

2-0: 3-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×