Sjálfsmark skaut Wales í 8-liða úrslit | Sjáðu markið 25. júní 2016 17:45 Skömmu eftir að boltinn hafnaði í netinu. Hal Robson-Kanu, framherji Wales, er himinlifandi en sömu sögu er ekki að segja af Gareth McAuley og Michael McGovern, leikmönnum N-Írlands. Vísir/EPA Ævintýri Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu heldur áfram en þeir eru komnir í 8-liða úrslit á EM 2016 eftir 1-0 sigur á N-Írlandi á Parc des Princes í dag. Bale skoraði í öllum leikjunum í riðlakeppninni en komst ekki á blað í dag. Real Madrid-maðurinn átti þó risastóran þátt í eina marki leiksins. Á 75. mínútu átti Bale hættulega fyrirgjöf frá vinstri inn á vítateiginn og Gareth McAuley, miðvörðurinn reyndi, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Annars gerðist fátt markvert í leiknum. Norður-Írum tókst að halda Bale og Aaron Ramsey niðri í fyrri hálfleik fyrir utan eitt skipti þegar sá síðarnefndi skoraði af stuttu færi. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Norður-Írar ógnuðu aðallega í föstum leikatriðum en gerðu lítið í opnum leik eins og áður á mótinu. Bale var nálægt því að skora sitt fjórða mark á EM á 58. mínútu en Michael McGovern, besti leikmaður N-Írlands á mótinu, varði aukaspyrnu hans vel. Bale var þó ekki hættur og bjó sigurmarkið til þegar stundarfjórðungur var til leiksloka eins og áður sagði. Wales mætir annað hvort Belgíu eða Ungverjalandi í 8-liða úrslitunum í Lille á föstudaginn.McAuley setur boltann í eigið mark setja boltann í eigið mark. komið yfir. 1-0. #EMÍsland https://t.co/3S1m1uuGtO— Síminn (@siminn) June 25, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Ævintýri Gareths Bale og félaga í velska landsliðinu heldur áfram en þeir eru komnir í 8-liða úrslit á EM 2016 eftir 1-0 sigur á N-Írlandi á Parc des Princes í dag. Bale skoraði í öllum leikjunum í riðlakeppninni en komst ekki á blað í dag. Real Madrid-maðurinn átti þó risastóran þátt í eina marki leiksins. Á 75. mínútu átti Bale hættulega fyrirgjöf frá vinstri inn á vítateiginn og Gareth McAuley, miðvörðurinn reyndi, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Annars gerðist fátt markvert í leiknum. Norður-Írum tókst að halda Bale og Aaron Ramsey niðri í fyrri hálfleik fyrir utan eitt skipti þegar sá síðarnefndi skoraði af stuttu færi. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu. Norður-Írar ógnuðu aðallega í föstum leikatriðum en gerðu lítið í opnum leik eins og áður á mótinu. Bale var nálægt því að skora sitt fjórða mark á EM á 58. mínútu en Michael McGovern, besti leikmaður N-Írlands á mótinu, varði aukaspyrnu hans vel. Bale var þó ekki hættur og bjó sigurmarkið til þegar stundarfjórðungur var til leiksloka eins og áður sagði. Wales mætir annað hvort Belgíu eða Ungverjalandi í 8-liða úrslitunum í Lille á föstudaginn.McAuley setur boltann í eigið mark setja boltann í eigið mark. komið yfir. 1-0. #EMÍsland https://t.co/3S1m1uuGtO— Síminn (@siminn) June 25, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira