Forseti fyrir framtíðina Halla Tómasdóttir skrifar 25. júní 2016 07:00 Í dag velur þjóðin nýjan forseta. Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins, tækifæri sem hvert og eitt okkar hefur til að hafa bein áhrif. Ég vil hvetja alla til að nýta sinn rétt og velja þann sem þeir einlæglega telja besta kostinn í starfið. Það skiptir máli hver verður forseti Íslands. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Ég heyri að fólk vill kynna sér málin, vita hvað frambjóðandinn sem það greiðir atkvæði stendur fyrir, hefur gert og reynt, og hvernig fulltrúi lands og þjóðar hann mun verða. Mikilvægasta verk forseta Íslands er að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég bý að fjölbreyttri reynslu og góðu alþjóðlegu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn. Ég held að persónulegir eiginleikar mínir henti þessu starfi vel, og ég hef kjark til að standa með sjálfri mér og minni þjóð. Ég heiti því að beita mínu áhrifavaldi til þess að hér ríki víðtækt jafnrétti og að við sýnum hvert öðru virðingu. Á Íslandi skipta allir máli: aldur, búseta, kyn, uppruni eða atgervi eiga ekki að standa í vegi fyrir því að við fáum tækifæri til að blómstra. Við eigum að styðja við þá sem minna mega sín og tryggja eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Börnin og náttúra landsins eru það dýrmætasta sem okkur er falið að annast. Börnin okkar eru framtíðin og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sinna menntun þeirra og þroska. Það er mikilvægt að börnin okkar og unga fólkið fái tækifæri til að reyna á sig og sjá heiminn, en ég vil að þau velji að setjast að og búa sitt framtíðarheimili á Íslandi. Það er okkar að gæta þess að það samfélag sem við byggjum upp sé aðlaðandi kostur fyrir unga fólkið. Náttúra Íslands er einstök og ómetanleg. Við eigum að koma fram við hana af virðingu og auðmýkt, njóta gjafa hennar en gæta þess að skila henni heilbrigðri til næstu kynslóðar. Íslendingar hafa margoft sýnt í verki að þeir standa saman þegar á reynir. Þegar við stöndum saman eru okkur allir vegir færir. Stöndum saman að vali næsta forseta, nýtum kosningaréttinn og veljum hæfasta frambjóðandann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag velur þjóðin nýjan forseta. Kosningarétturinn er hornsteinn lýðræðisins, tækifæri sem hvert og eitt okkar hefur til að hafa bein áhrif. Ég vil hvetja alla til að nýta sinn rétt og velja þann sem þeir einlæglega telja besta kostinn í starfið. Það skiptir máli hver verður forseti Íslands. Ég hef fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Ég heyri að fólk vill kynna sér málin, vita hvað frambjóðandinn sem það greiðir atkvæði stendur fyrir, hefur gert og reynt, og hvernig fulltrúi lands og þjóðar hann mun verða. Mikilvægasta verk forseta Íslands er að vinna fyrir fólkið í landinu. Ég bý að fjölbreyttri reynslu og góðu alþjóðlegu tengslaneti og mun leggja mig fram um að gera gagn. Ég held að persónulegir eiginleikar mínir henti þessu starfi vel, og ég hef kjark til að standa með sjálfri mér og minni þjóð. Ég heiti því að beita mínu áhrifavaldi til þess að hér ríki víðtækt jafnrétti og að við sýnum hvert öðru virðingu. Á Íslandi skipta allir máli: aldur, búseta, kyn, uppruni eða atgervi eiga ekki að standa í vegi fyrir því að við fáum tækifæri til að blómstra. Við eigum að styðja við þá sem minna mega sín og tryggja eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Börnin og náttúra landsins eru það dýrmætasta sem okkur er falið að annast. Börnin okkar eru framtíðin og ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem sinna menntun þeirra og þroska. Það er mikilvægt að börnin okkar og unga fólkið fái tækifæri til að reyna á sig og sjá heiminn, en ég vil að þau velji að setjast að og búa sitt framtíðarheimili á Íslandi. Það er okkar að gæta þess að það samfélag sem við byggjum upp sé aðlaðandi kostur fyrir unga fólkið. Náttúra Íslands er einstök og ómetanleg. Við eigum að koma fram við hana af virðingu og auðmýkt, njóta gjafa hennar en gæta þess að skila henni heilbrigðri til næstu kynslóðar. Íslendingar hafa margoft sýnt í verki að þeir standa saman þegar á reynir. Þegar við stöndum saman eru okkur allir vegir færir. Stöndum saman að vali næsta forseta, nýtum kosningaréttinn og veljum hæfasta frambjóðandann!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun