Kristján Eldjárn, kommúnisminn og klámvísurnar Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar 24. júní 2016 11:57 Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég sat við matarborðið hinn 17. júní síðastliðinn eftir myndarlega grillveislu. Sólin skein og spjallið snerist fljótlega að forsetakosningunum. Fáir við borðið gátu sætt sig við þær árásir sem beinast sérstaklega að einum forsetaframbjóðanda og fundust ósanngjarnar dylgjurnar um „peningaöfl og hulduher“ og að jafn alvarlegt orð og „landráðamaður“ væri notað án þess að blikna. Eldra fólkið við borðið rifjaði þá upp sérkennilega sögu sem hljóðar svo: Þegar Kristján Eldjárn bauð sig fyrst fram 1968 gengu menn um hverfi Reykjavíkurborgar; bönkuðu upp á í hverju einasta húsi (þetta var fyrir tíma Facebook) og vöruðu fólk við að kjósa Kristján til forseta því hann væri hættulegur maður. Hann væri kommúnisti sem myndi vinna að því að koma Íslandi undir Sovétríkin. Þá var enn fremur mikið hneykslismál að Kristján hefði á háskólaárum sínum samið klámvísur. Það sæi hver maður að það var engan veginn viðeigandi fyrir næsta forseta Íslands að hafa samið slíkar vísur. Líklega var þetta meira hneyksli en við getum ímyndað okkur enda fyrir tíma veraldarvefsins. Sem betur fer náðu þessar sögur þó ekki að sannfæra of marga enda var Kristján Eldjárn kosinn forseti, Ísland varð ekki leppríki Sovétríkjanna og klámvísur urðu ekki að morgunverðarbæn landans. Reyndar kom í ljós að Kristján Eldjárn var afskaplega góður forseti og enn fá sumir dreymið augnaráð þegar rifjuð er upp forsetatíð hans, en þessi saga er samt óþægilega kunnugleg. Sáttasemjarinn mikli Í norrænni goðafræði er Forseti, sonur Nönnu og Baldurs, sáttasemjarinn mikli. Sumum finnst þetta klisja en öðrum, eins og mér, finnst mikilvægt í ljósi umróts síðustu missera að þjóðin eignist sameiningartákn í forseta sínum. Guðni hefur einmitt lagt áherslu á þá skoðun sína að forseti Íslands eigi að vera sáttasemjari og að engum eigi að finnast forsetinn vera „með hinum í liði", með eða á móti ESB, með eða á móti virkjunum o.s.frv. Hann eigi að koma hlutlaus að borðinu. Guðni vill vera forseti allra Íslendinga, enda einn af okkur. Þetta speglast ágætlega í hinum stóra stuðningshópi hans, eða eins og ein orðaði svo vel: „í þverpólitískari hóp hef ég ekki komist síðan ég tók þátt í stórri flugslysaæfingu." Tilhugsunin um Guðna sem forseta fyllir mig von. Von um að nú breytist pólitískt landslag okkar á þann veg að auðmýkt en ekki hroki verði aðalsmerki kjörinna fulltrúa. Von um að nú muni ráðamenn þjóðannar sjá að það er hægt að vinna kosningabaráttu án þess að ráðast á nokkurn. Von um að bjartsýni og heilindi Guðna sameini þjóð sem er þreytt og tortryggin. Von um að sómakennd verði einkunnarorð okkar. Von um að flestir sjái í gegnum aðdróttanir og samsæriskenningar, líkt og með Kristján, kommúnismann og klámvísurnar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun