Fótbolti

Sala á treyju Íslands aukist um 1800 prósent

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það vilja allir eignast íslensku treyjuna.
Það vilja allir eignast íslensku treyjuna. vísir/vilhelm
Öskubuskuævintýri Íslands á EM hefur áhrif víða og strákarnir hafa unnið hug og hjarta Evrópubúa með frammistöðu sinni.

Nú þykir vera flott að klæða sig upp í íslenska landsliðsbúninginn sem rýkur út ekki bara á Íslandi heldur í allri Skandinavíu og eflaust víðar.

Stærsti heildsali íþróttatreyja í Skandinavíu, Unisport, segir að íslensku treyjurnar rjúki út og séu núna sjötta vinsælasta treyjan á heimasíðu félagsins.

Sala á íslensku treyjunum hefur aukist um heil 1.800 prósent upp á síðkastið sem er fáheyrt.

„Við vorum að vonast eftir því að treyjan myndi seljast vel en þessi sala hefur farið langt fram úr öllum okkar væntingum,“ sagði Filip Domagala hjá Unisport.


Tengdar fréttir

Vill ráða Gumma Ben til CBS

Spjallþáttastjórnandinn vinsæli, Stephen Colbert, var, líkt og heimurinn, afar ánægður með lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríki.

Rooney: Við viljum vinna EM

Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×