Roy Hodgson fyrstur til að velja Birki Bjarnason Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júní 2016 13:15 Roy Hodgson sá eitthvað í Birki Bjarnasyni og nú mætast þeir aftur. vísir/getty Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var fyrsti þjálfarinn sem valdi íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason í aðalliðshóp á hans ferli. Þetta gerðist hjá Viking í Stavanger fyrir ellefu árum síðan. Birkir flutti frá Akureyri til Noregs þegar hann var þrettán ára gamall en árið 2005, þá 17 ára, gekk hann í raðir Viking eftir æfa með tveimur öðrum minni liðum í Noregi. Roy Hodgson var á sínu seinna tímabili með Viking þegar Birkir gekk í raðir norska liðsins sem margir Íslendingar hafa spilað með í gegnum tíðina. Birkir var fljótur að heilla menn hjá Viking, þar með talinn Hodgson sem valdi hinn 17 ára gamla Íslending í aðalliðshópinn í fyrsta sinn fyrir leik gegn Vålerenga á heimavelli 16. október 2005. Birkir kom ekki inn á í leiknum sem endaði 0-0 en í marki Vålerenga var fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason. Allan Borgvardt, fyrrverandi framherji FH, kom inn á fyrir Viking í leiknum. Það var ekki fyrr en í apríl 2006 að Birkir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Viking þegar Tom Prahl hafði tekið við Viking-liðinu. Birkir átti eftir að spila 102 deildarleiki og skora 16 mörk á næstu fimm árum fyrir Viking áður en hann var seldur til Standar Liege í Belgíu. Hodgson og Birkir mætast nú aftur, ellefu árum síðar, þegar Ísland og England eigast við í 16 liða úrslitum EM 2016 á mánudagskvöldið. Birkir er búinn að vera einn allra besti leikmaður Íslands á mótinu og spila allar mínútur liðsins til þessa.Hér má lesa frábæra úttekt ísraelska blaðamannsins Michael Yokhin um Birki Bjarnason og manninn sem gaf honum fyrsta tækifærið.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Sérstakara að vera með Íslandi á stórmóti Landsliðsþjálfarinn er á sjöunda stórmótinu með þriðja liðinu en þessi upplifun er sú besta hjá Svíanum. 24. júní 2016 09:21 Lars vísaði til Einstein og Emmi horfir á smáhund elta nashyrning "Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar,“ segir Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 09:22 Vill ráða Gumma Ben til CBS Spjallþáttastjórnandinn vinsæli, Stephen Colbert, var, líkt og heimurinn, afar ánægður með lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríki. 24. júní 2016 14:15 Rooney: Við viljum vinna EM Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti. 24. júní 2016 12:30 Enn meiri öryggisgæsla í kringum strákana eftir að þeir komust áfram Allt verður stærra og meira á Evrópumótinu því lengra sem liðin komast. 24. júní 2016 15:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Arnór um sigurmarkið: Ég er enn að átta mig Segir að hann hafi upplifað tilfinningu sem hann hafi ekki fundið fyrir áður þegar hann tryggði Íslandi sigur á Austurríki. 24. júní 2016 12:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, var fyrsti þjálfarinn sem valdi íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason í aðalliðshóp á hans ferli. Þetta gerðist hjá Viking í Stavanger fyrir ellefu árum síðan. Birkir flutti frá Akureyri til Noregs þegar hann var þrettán ára gamall en árið 2005, þá 17 ára, gekk hann í raðir Viking eftir æfa með tveimur öðrum minni liðum í Noregi. Roy Hodgson var á sínu seinna tímabili með Viking þegar Birkir gekk í raðir norska liðsins sem margir Íslendingar hafa spilað með í gegnum tíðina. Birkir var fljótur að heilla menn hjá Viking, þar með talinn Hodgson sem valdi hinn 17 ára gamla Íslending í aðalliðshópinn í fyrsta sinn fyrir leik gegn Vålerenga á heimavelli 16. október 2005. Birkir kom ekki inn á í leiknum sem endaði 0-0 en í marki Vålerenga var fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason. Allan Borgvardt, fyrrverandi framherji FH, kom inn á fyrir Viking í leiknum. Það var ekki fyrr en í apríl 2006 að Birkir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Viking þegar Tom Prahl hafði tekið við Viking-liðinu. Birkir átti eftir að spila 102 deildarleiki og skora 16 mörk á næstu fimm árum fyrir Viking áður en hann var seldur til Standar Liege í Belgíu. Hodgson og Birkir mætast nú aftur, ellefu árum síðar, þegar Ísland og England eigast við í 16 liða úrslitum EM 2016 á mánudagskvöldið. Birkir er búinn að vera einn allra besti leikmaður Íslands á mótinu og spila allar mínútur liðsins til þessa.Hér má lesa frábæra úttekt ísraelska blaðamannsins Michael Yokhin um Birki Bjarnason og manninn sem gaf honum fyrsta tækifærið.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars: Sérstakara að vera með Íslandi á stórmóti Landsliðsþjálfarinn er á sjöunda stórmótinu með þriðja liðinu en þessi upplifun er sú besta hjá Svíanum. 24. júní 2016 09:21 Lars vísaði til Einstein og Emmi horfir á smáhund elta nashyrning "Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar,“ segir Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 09:22 Vill ráða Gumma Ben til CBS Spjallþáttastjórnandinn vinsæli, Stephen Colbert, var, líkt og heimurinn, afar ánægður með lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríki. 24. júní 2016 14:15 Rooney: Við viljum vinna EM Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti. 24. júní 2016 12:30 Enn meiri öryggisgæsla í kringum strákana eftir að þeir komust áfram Allt verður stærra og meira á Evrópumótinu því lengra sem liðin komast. 24. júní 2016 15:30 Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29 Arnór um sigurmarkið: Ég er enn að átta mig Segir að hann hafi upplifað tilfinningu sem hann hafi ekki fundið fyrir áður þegar hann tryggði Íslandi sigur á Austurríki. 24. júní 2016 12:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Lars: Sérstakara að vera með Íslandi á stórmóti Landsliðsþjálfarinn er á sjöunda stórmótinu með þriðja liðinu en þessi upplifun er sú besta hjá Svíanum. 24. júní 2016 09:21
Lars vísaði til Einstein og Emmi horfir á smáhund elta nashyrning "Ég beiti engum brögðum en á fundum finnum við stundum kvót í nálgun okkar hvað varðar hugarfar,“ segir Lars Lagerbäck. 24. júní 2016 09:22
Vill ráða Gumma Ben til CBS Spjallþáttastjórnandinn vinsæli, Stephen Colbert, var, líkt og heimurinn, afar ánægður með lýsingu Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríki. 24. júní 2016 14:15
Rooney: Við viljum vinna EM Wayne Rooney, fyrirliði enska landsliðsins, hefur mikla trú á enska landsliðinu á EM og segir að liðið geti gert ótrúlega hluti. 24. júní 2016 12:30
Enn meiri öryggisgæsla í kringum strákana eftir að þeir komust áfram Allt verður stærra og meira á Evrópumótinu því lengra sem liðin komast. 24. júní 2016 15:30
Arnór Ingvi telur að Ísland geti „tekið Leicester“ á EM Hetjan frá París hefur fulla trú á íslenska liðinu á Evrópumótinu en strákarnir mæta næst Englandi. 24. júní 2016 09:29
Arnór um sigurmarkið: Ég er enn að átta mig Segir að hann hafi upplifað tilfinningu sem hann hafi ekki fundið fyrir áður þegar hann tryggði Íslandi sigur á Austurríki. 24. júní 2016 12:45