Fótbolti

Arnór Ingvi tryggði landa sínum fjórar milljónir króna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnór Ingvi Traustason og Birkir Bjarnason fagna sigurmarkinu.
Arnór Ingvi Traustason og Birkir Bjarnason fagna sigurmarkinu. Vísir/EPA
Einn íslenskur tippari var með alla leikina þrettán rétta á miðvikudagsseðlinum. Hann hafði því fulla trú á að Ísland myndi vinna Austurríki eins og reyndin varð. Arnór Ingvi Traustason tryggði okkar mönnum 2-1 sigur með marki í viðbótartíma.

Tipparinn, hefur væntanlega stokkið manna hæst þegar Arnór Ingvi renndi sér eftir sendingu Theodórs Elmars og tróð boltanum í netið á Stade de France. Hann varð um leið fjórum milljónum króna ríkari.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).  



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×