Fótbolti

Lagerbäck um Gumma Ben: He went a little crazy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck hafði gaman að lýsingu Guðmundar Benediktssonar í leik Íslands og Austurríkis í gær en óhætt er að segja að lýsing hans á sigurmarki Arnórs Ingva Traustasonar hafi vakið heimsathygli.

Leikmenn landsliðsins höfðu greinilega gaman að þessu því þeir sýndu Lagerbäck myndskeiðið í rútunni á leið frá vellinum í gær.

„Hann var virkilega hamingjusamur,“ sagði Lagerbäck. „Kannski geturðu kallað þetta eitthvað annað. Ég veit það ekki,“ bætti Svíinn við.

„Hann varð svolítið „crazy“ og það var gaman að sjá. Ég sá líka myndir frá Reykjavík og þetta er eins og með alla stuðningsmenn. Maður fær tár í augun þegar maður heyrir „Ég er kominn heim“.“

„Allur þessi stuðningur sem við höfum fengið hefur verið frábær. Ég get rétt ímyndað mér að það sé gaman á Íslandi í dag.“

Fréttina alla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×