Fótbolti

Lars: „Ég er kominn heim“ hitti mig beint í hjartastað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Heimir Hallgrímsson sló á létta strengi þegar hann var spurður um tilburði Lars Lagerbäck að syngja með í íslenska þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Austurríki í gær.

„Já, hann hreyfir varirnar en það eru mjög furðuleg orð sem koma út hjá honum. En hann er að byrja að læra þjóðsönginn,“ sagði Heimir þá og Vísir spurði Lars Lagerbäck út í þetta eftir æfingu landsliðsins í Annecy í dag.

Sjá einnig: „Furðuleg orð hjá Lars þegar hann syngur þjóðsönginn“

„Ég kann eitthvað í textanum [fyrir þjóðsönginn] en ekki allann. Þú átt nú ekki að spyrja mig út í þetta, ég skammast mín nú pínulítið fyrir þetta,“ sagði hann og brosti.

„En ég kann fleiri orð í „Ég er kominn heim“ því það lag náði að hitta mig beint í hjartastað.“

Ítarlegra viðtal við Lars Lagerbäck er væntanlegt inn á Vísi innan tíðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×