Einkunnir íslenska liðsins: Kári bestur Tómas Þór Þórðarsson frá París skrifar 22. júní 2016 20:00 Íslensku leikmennirnir áttu allir sem einn góðan dag í dag. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu) EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld í fyrsta sinn sigur á stórmóti í knattspyrnu með ótrúlegum 2-1 sigri á Austurríki á þjóðarleikvangi Frakklands. Varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands á 94. mínútu og gulltryggði sæti Íslands í 16-liða úrslitum. Íslenska liðið komst yfir snemma leiks annan leikinn í röð en eftir það færði austurríska liðið sig framar á völlinn. Íslensku leikmennirnir gáfust ekki upp og vörðu stigið sem til þurfti með kjafti og klóm eftir að Austurríki tókst að jafna þar til Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á 94. mínútu. Kári Árnason var að mati Vísis maður leiksins í dag með níu í einkunn en fimm leikmenn fengu átta í einkunn. Einkunnagjöfina má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Hársbreidd frá því að gera afdrifarík mistök snemma leiks en náði sjálfur að bjarga. Var öruggur í öðrum aðgerðum. Varði úr dauðafæri í síðari hálfleik á mikilvægu augnabliki.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Skynsamur í sínum ákvörðunum, kom lítið út úr honum fram á við en varðist vel.Kári Árnason, miðvörður 9 - Maður leiksins Lagði upp markið hans Jóns Daða og bjargaði marki í seinni hálfleik þegar Alaba var í dauðafæri. Öruggur í öllu sínu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Batt vörnina saman með Kára og reyndi að halda boltanum aftast eins og hægt var.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Gaf víti með óþarfa broti í fyrri hálfleik og heppinn að fá ekki dæmt á sig annað í seinni hálfleik. Stóð stundum tæpt.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Opnaði leikinn á þrumuskoti í samskeytin og var líflegur á hægri kantinum. Þræddi frábæra sendingu á Birki Bjarna sem var hársbreidd fyrir innan. Lítið í boltanum í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Kom sér betur í spilið en í undanförnum leikjum snemma leiks sem gaf tóninn og skapaði öryggi hjá okkar mönnum fram á við í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Sinnti mikilli varnarvinnu en gekk lítið að koma honum í boltann í sóknarleiknum.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Lítið áberandi í fyrri hálfleiknum en komst betur í takt við leikinn í þeim síðari og var líklega mest ógnandi leikmaður Íslands fram á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Vanmetnasti leikmaður liðsins, sýndi frábær tilþrif og kom Íslandi yfir með marki af harðfylgi á 18. mínútu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Hélt áfram hálofta vinnu sinni en gekk illa að koma sér í spil. Örþreyttur í seinni hálfleik og okkar mönnum gekk illa að finna hann. Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 71. mínútu) Kom öflugur inn af bekknum og var viljugur til að halda boltanum sem þurfti. Varðist vel og lagði upp sigurmarkið.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 80. mínútu) Kom ferskur inn og var sallarólegur þrátt fyrir að vera að koma inn á í fyrsta sinn á mótinu. Vann mikilvægar sekúndur fyrir íslenska liðið og skoraði sigurmarkið.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 86. mínútu)
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Stórkostlegur sigur strákanna í París Ísland vann Austurríki, 2-1, í ótrúlegum leik í París og mætir Englandi í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. 22. júní 2016 17:45