Fótbolti

Lars: Finnur hvergi betur samstilltan leikmannahóp | Eigum möguleika gegn Englandi

Sænski þjálfarinn var gríðarlega stoltur af baráttusemi strákanna í hitanum í París.
Sænski þjálfarinn var gríðarlega stoltur af baráttusemi strákanna í hitanum í París. Vísir/EPA
„Þetta var hreint út sagt ótrúlegt, strákarnir hættu ekki að berjast í dag og að gefa sig alla í þetta. Það voru allir með fulla einbeitingu og ég held að þú finnir hvergi annan leikmannahóp sem er jafn vel samstilltur,“ sagði Lars Lagerback, annar þjálfari íslenska landsliðsins, stoltur í samtali við Pétur Marteinsson í París í Sjónvarpi Símans stuttu eftir leik.

„Ég get ekki sakast við strákanna fyrir að detta aðeins aftur eftir að við komumst yfir. Aðstæðurnar voru gríðarlega erfiðar í dag, ég er gegnumvotur af hita,“ sagði Lars stoltur um vinnuframlag strákanna sem vörðust af krafti eftir að hafa komist yfir snemma leiks.

Sjá einnig:Stórkostlegur sigur strákanna í París

Lars hrósaði varamönnunum í dag en Theodór Elmar Bjarnason lagði upp sigurmarkið fyrir Arnór Ingva Traustason. Þá var Sverrir Ingi Ingason öflugur í vítateig íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins.

„Þær gengu vel í dag, Arnór og Elmar komu inn með ferska fætur og þeir gátu aðstoðað okkur við að halda boltanum,“ sagði Lars sem var með á hreinu hver mótherjinn yrði.

„Við munum njóta þess að hafa unnið þennan leik í kvöld og við fáum auka dag í hvíld fyrir leikinn gegn Englandi. Við fáum auka dag til endurhæfingar og til að leikgreina Englendinga,“ sagði Lars sem vildi ekkert útiloka aðspurður út í möguleika Íslands í þeim leik.

„Það er alltaf möguleiki, sama hver mótherjinn er. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik og sjá hverjir verða klárir í slaginn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×