Mannréttindamál í ólestri hér á landi Björgvin Guðmundsson skrifar 23. júní 2016 07:00 Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannréttindamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undirritaði þennan samning fyrir níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbúnings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra.Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn.Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mannréttindamál eru í ólestri hér á landi. Ég hef bent á það í greinum mínum, að það sé brot á mannréttindum að skammta öldruðum og öryrkjum svo nauman lífeyri, að þeir geti ekki lifað af honum; þeim sem eingöngu hafa tekjur frá TR. Nú hefur það verið staðfest af mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins, Nils Muiznieks, að Ísland stendur langt að baki grannlöndunum í mannréttindamálum. Hann var hér á ferð fyrir skömmu og gagnrýndi þá ástand mannréttindamála hér. Gagnrýndi hann, að Ísland hefði enn ekki fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Ísland undirritaði þennan samning fyrir níu árum. Nær öll grannríki okkar hafa fullgilt hann. 164 ríki hafa fullgilt samninginn. Á meðan mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins dvaldist hér var rætt við Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra um það hvað liði fullgildingu samningsins um réttindi fatlaðra. Hún sagði, að unnið hefði verið að lagasetningu til undirbúnings fullgildingu. Ýmis ríki hefðu fyrst fullgilt samninginn en síðan sett nauðsynleg lög. Var að heyra á henni að fara mætti þá leið. Málið heyrði undir innanríkisráðherra.Getur enn dregist í langan tíma Haft er eftir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að unnið verði að setningu nauðsynlegra laga til þess að fullgilda i samning SÞ. Var ljóst, að hún mundi leggjast gegn því að fullgilda fyrst samninginn. Það þýðir, að enn getur það dregist í langan tíma, að samningur Sþ um réttindi fatlaðra verði fullgiltur hér. Ég tel að fara eigi þá leið, sem Eygló minntist á: Að fullgilda samninginn fyrst og setja síðan nauðsynleg lög. Evrópusambandið og grannlönd okkar hafa lögfest samninga, sem banna hvers konar mismunun. Fyrir fjórum árum var hér mannréttindafulltrúi á ferð, sem lagði áherslu á, að lögfestur yrði sams konar samningur hér. Það hefur ekki verið gert enn.Mikil mismunun hér Mismunun er mikil hér og ekki síst gegn öldruðum og öryrkjum. Það er stöðugt verið að mismuna þeim á öllum sviðum, í heilbrigðisstofnunum, í starfsmannamálum, í kjaramálum og á fleiri sviðum. Aldraðir sæta afgangi í heilbrigðisstofnunum. Þeir yngri ganga fyrir þar. Aldraðir á hjúkrunarheimilum fá ekki alltaf sömu spítalameðferð og þeir, sem vistaðir eru á spítölum.Skilja aldraða eftir Í kjaramálum gera stjórnvöld sér lítið fyrir og skilja aldraða eftir þegar allir aðrir fá miklar kauphækkanir eins og gerðist árið 2015. Heita má, að allar stéttir og hópar nema aldraðir og öryrkjar hafi þá fengið 14-40 prósenta kauphækkun. Aldraðir og öryrkjar voru einir skildir eftir í átta mánuði. Það var hreint mannréttindabrot.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun