Samnefnarinn er hatur Sigríður Pétursdóttir skrifar 23. júní 2016 07:00 Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Morðið á Jo Cox Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfilegri skotárás í Orlando. Við hrökkvum við, fellum jafnvel tár, og hristum hausinn yfir grimmd og ósanngirni. Í kjölfar hræðilegra atburða er vissulega mannlegt að reyna að finna einfaldar skýringar og ástæður. Í örvæntingu er leitast við að sýna fram á að árásarmennirnir hafi ekki verið eins og fólk er flest, í von um að flest séum við í lagi og flest séum við óhult. Ofbeldismennirnir séu hryðjuverkamenn eða einfarar með geðsjúkdóm. Það væri ábyggilega hægt að finna aðra samnefnara. Kannski ganga þeir allir í svipuðum sokkum. Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi, trúarofstæki, og fáfræði. Víða kveljast hrjáðar sálir eftir að hafa horft upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða leynast svangir munnar og buguð börn, sem horfa árum saman upp á að öðrum gangi betur í lífsbaráttunni, séu hressir, eigi góða vini, útskrifist úr virtum skólum eða eigi foreldra sem elska þá. Skiljanlega eru margir reiðir í veröldinni, og hafa ástæðu til. Flestir lifa með sársaukanum, en eðli málsins samkvæmt fara einhverjir út af sporinu. Fólk með geðræn vandamál er alla jafna friðsælt og sama má segja um flesta múslima, flesta græneygða, og flesta arkitekta.Skortur á umburðarlyndi Samnefnarinn er ekki ein trúarbrögð, og heldur ekki geðræn vandamál. Samnefnarinn er hatur og ástæður þess að manneskjur hata eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi út. Stundum er það hræðsla við hið ókunnuga. Alltaf er skortur á umburðarlyndi og samkennd. Við erum öll eins í grunninn og á það ættum við að einblína. Hatur, skotárásir, hryðjuverk og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni. Það kom ekki með netinu, kommentakerfum og myndum í beinni af fórnarlömbum voðaverka. Við sjáum bara allt fyrr núna; erum vitni. Það að eitthvað hafi alltaf verið til er heldur engin afsökun. Þvert á móti. Nú höfum við fleiri tækifæri til að láta raddir okkar heyrast og ættum að nýta þau vel. Við berum öll ábyrgð á að útrýma hatursumræðu eins og unnt er. Hún á ekkert skylt við málfrelsi eða eðlileg skoðanaskipti. Það verður sjálfsagt alltaf erfitt að dæma um hvar mörkin liggja, en svona getur þetta allavega ekki gengið lengur. Núna neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki haldið á vopninu bera þeir vissulega ábyrgð á stöðugum hatursáróðri og hvatningu til aðgerða. Orð hafa afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð. Okkur ber skylda til að afgreiða ekki þá sem fremja voðaverk ýmist sem skrímsli eða samtök sem séu bara svona vond. Þjóðfélagsumræða og allt umhverfi hefur áhrif á hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur á samkynhneigðum, rasismi, öfgafull þjóðernishyggja, og kvenhatur verður ekki til í tómarúmi. Jo Cox barðist ötullega fyrir bættum heimi og nú ber okkur að bera boðskapinn áfram. Brendan, eiginmaður hennar, sagði að tvennt hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást, og í öðru lagi að við sameinuðumst öll gegn hatrinu sem drap hana. Hatur fylgir ekki regluverki, kynþætti, eða trú. Það er eitrað.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun