Forsetinn þarf að geta náð til allra Amalía Björnsdóttir skrifar 22. júní 2016 14:32 Í byrjun maí var ég viðstödd þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Ég var spennt að heyra hvernig hann kæmi fyrir á fundi sem slíkum, hvort hann gæti hrifið fólk með sér, hvort þarna væri komin frambjóðandi fyrir mig. Ég hafði nokkrum vikum áður nefnt það við samstarfsmann minn að Guðni væri hugsanlegt forsetaefni. Hann hefði menntun og þekkingu til að sinna starfi forseta, virkaði heildsteyptur og líklega gæti stóri hluti þjóðarinnar gæti sameinast eða að minnsta kosti sætt sig við hann sem forseta næði hann kjöri. Í mínum huga þarf sá sem gegnir starfi forseta Íslands að vera ýmsum kostum gæddur. Forsetinn þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grundu, geta tjáð sig af þekkingu um land og þjóð og verið sameiningartákn bæði á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Það er sagt að enginn verði Bandaríkjaforseti nema geta kysst kornabörn og enginn verður forseti Íslands án þess að geta rætt við fólkið í landinu. Það fór ekki framhjá neinum sem voru í Salnum í Kópavogi að Guðni gat rætt við það fólk sem þar var. Forsetinn þarf að geta náð til allra óháð kyni, aldri og stjórnmálaskoðun. Hann þarf að vera einhver sem Samfylkingarkerlingar, piltar úr Heimdalli, Framsóknarmenn á Fljótsdalshéraði , Vinstri grænir lopatreflar úr 101 og eldri borgarar geta sameinast um svo nefndar séu einhverjar þær stereótýpur sem dregnar hafa verið fram í kosningabaráttunni sem stuðningsmenn ólíkra frambjóðenda. Ég er sannfærð um að Guðni er sá frambjóðandi sem hefur þessa breiðu skírskotun og gæti orðið farsæll forseti. Mér sýnast skoðanakannanir vera í samræmi við þessa óformlegu greiningu mína, fylgi hans er mikið hjá öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og bæði hjá konum og körlum. Í könnun MMR frá því um mánaðarmót er Guðni með yfir 50% fylgi hjá öllum hópum nema stuðningsmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eldskírn Guðna hefur verið á síðustu vikum á óteljandi fundum og heimsóknum meðal annars á dvalarheimili aldraðra. Alls staðar hefur fólk hrifist með, það fylgir Guðna einhver kraftur og jákvæðni sem er einmitt það sem ég og greinilega fleiri vilja sjá hjá nýjum forseta. Það hefur verið gaman að starfa sem sjálfboðaliði fyrir framboð Guðna með þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur verið. Ég hvet ykkur til að kjósa á laugardaginn og ég tel að það yrði farsælt að fá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun maí var ég viðstödd þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands. Ég var spennt að heyra hvernig hann kæmi fyrir á fundi sem slíkum, hvort hann gæti hrifið fólk með sér, hvort þarna væri komin frambjóðandi fyrir mig. Ég hafði nokkrum vikum áður nefnt það við samstarfsmann minn að Guðni væri hugsanlegt forsetaefni. Hann hefði menntun og þekkingu til að sinna starfi forseta, virkaði heildsteyptur og líklega gæti stóri hluti þjóðarinnar gæti sameinast eða að minnsta kosti sætt sig við hann sem forseta næði hann kjöri. Í mínum huga þarf sá sem gegnir starfi forseta Íslands að vera ýmsum kostum gæddur. Forsetinn þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grundu, geta tjáð sig af þekkingu um land og þjóð og verið sameiningartákn bæði á gleðistundum og þegar erfiðleikar steðja að. Það er sagt að enginn verði Bandaríkjaforseti nema geta kysst kornabörn og enginn verður forseti Íslands án þess að geta rætt við fólkið í landinu. Það fór ekki framhjá neinum sem voru í Salnum í Kópavogi að Guðni gat rætt við það fólk sem þar var. Forsetinn þarf að geta náð til allra óháð kyni, aldri og stjórnmálaskoðun. Hann þarf að vera einhver sem Samfylkingarkerlingar, piltar úr Heimdalli, Framsóknarmenn á Fljótsdalshéraði , Vinstri grænir lopatreflar úr 101 og eldri borgarar geta sameinast um svo nefndar séu einhverjar þær stereótýpur sem dregnar hafa verið fram í kosningabaráttunni sem stuðningsmenn ólíkra frambjóðenda. Ég er sannfærð um að Guðni er sá frambjóðandi sem hefur þessa breiðu skírskotun og gæti orðið farsæll forseti. Mér sýnast skoðanakannanir vera í samræmi við þessa óformlegu greiningu mína, fylgi hans er mikið hjá öllum aldurshópum, á höfuðborgarsvæðinu og utan þess og bæði hjá konum og körlum. Í könnun MMR frá því um mánaðarmót er Guðni með yfir 50% fylgi hjá öllum hópum nema stuðningsmönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Eldskírn Guðna hefur verið á síðustu vikum á óteljandi fundum og heimsóknum meðal annars á dvalarheimili aldraðra. Alls staðar hefur fólk hrifist með, það fylgir Guðna einhver kraftur og jákvæðni sem er einmitt það sem ég og greinilega fleiri vilja sjá hjá nýjum forseta. Það hefur verið gaman að starfa sem sjálfboðaliði fyrir framboð Guðna með þeim fjölbreytta hópi sem þar hefur verið. Ég hvet ykkur til að kjósa á laugardaginn og ég tel að það yrði farsælt að fá Guðna Th. Jóhannesson sem forseta.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar